Jakkafatajóga

Jakkafatajóga er kerfi sem samanstendur af einföldum æfingum og teymi jógakennara um allt Ísland. Markmið okkar er að nýta jógaæfingar og jógaspeki til að stuðla að almennri heilsueflingu og aukinni hagkvæmni með meiri afköstum á vinnutíma, þannig teljum við að auka megi heildaránægju. Draumur okkar er að útrýma þekktustu kyrrsetukvillum meðal iðkenda okkar, en þeir koma einkum fram við mikla kyrrsetu eða einhæfar hreyfingar, álag og streitu. Þetta eru helst bólgur á háls- og axlarsvæði, höfuðverkir, grunn öndun, stirðleiki í mjöðmum og almennt slæm líkamsstaða og/eða beiting.