Jakkafatajóga

Jakkafatajóga er kerfi sem samanstendur af jógaæfingum og teymi kennara um allt land. Markmiðið er að útrýma þekktustu kyrrsetukvillum meðal iðkenda okkar. Kyrrsetukvillarnir koma einkum fram við langvarandi kyrrsetu, álag og streitu. Þetta eru helst bólgur á háls- og axlarsvæði, höfuðverkir, grunn öndun, stirðleiki í mjöðmum og almennt röng líkamsstaða- og beiting.

Í tímunum gerum við einfaldar æfingar sem auka blóðflæði til heila og helstu vöðva. Við teygjum á ákveðnum vöðvahópum og styrkjum aðra auk þess sem við gefum einbeitingaræfingum sérstakan gaum. Regluleg ástundun æfinganna getur skilað sér í bættri líðan og aukinni ánægju.