Afhverju jógaástundun?

jóga

Jóga er æfingakerfi sem er um 5000 ára gamalt og á uppruna sinn á Indlandi. Einhver kynni að spyrja hvort þessi aldagömlu fræði ættu við nútímamanneskjuna sem í dagsins önn glímir við ýmist áreiti. Áreiti sem var í flestum tilfellum ekki til þegar æfingakerfi jóga var byggt upp.

Á jóga við í dag?

Staðreyndin er hinsvegar sú að jógafræðin eiga jafnvel við í dag og þá og hugsanlega enn betur. Nú sem aldrei fyrr þarf nútímamaðurinn, sem að öllu jöfnu situr meirihluta dags, að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína.

Styrkur, öndun, teygjur og slökun eru allt þættir sem farið er yfir í jógatíma. Gerðar eru æfingar sem reyna á allan líkamann og margir upplifa fyrsta jógatímann sem einskonar uppgötvun á líkamanum þar sem viðkomandi finnur fyrir „nýjum“ vöðvum.

Það sem margir sækja í jógatímana er svo slökunin í lok tímans, en sú stund, eins og jógatíminn reyndar allur, veitir ákveðið frelsi og frí frá amstri dagsins.

Í Jakkafatajóga gerum við einfaldaða útgáfu af hefðbundnum jógatíma. Jakkafatajóga má gera á vinnutíma og í hefðbundnum klæðnaði. Við erum alveg sannfærð um að jóga eigi alltaf og allsstaðar við. Fyrir þá sem kjósa heldur hefðbundna tíma, má benda á Yoga með Eygló í Kópavogi. 

Gefðu þér frí – gefðu þér klukkutíma eða tvo á viku í jóga.  Árangurinn mun ekki standa á sér.

Eygló Egils

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.