Stutt og hnitmiðuð slökun

Slökun er alltaf nausynleg, en í desember á hún sérstaklega vel við. Þetta tímabil, með ölllum viðeigandi hefðum og árlegum viðburðum. Þessi tími er svo skemmtilegur en getur á tíðum verið streituvaldur. Þegar við finnum fyrir streitu, þá getur blóðþrýstingur og púlsinn hjá okkur hækkað. Við langvarandi álag getur slíkt verið hættulegt heilsu okkar. Með einföldum slökunaraðferðum getum við sjálf dregið úr þessum streituáhrifum.

Slökun í nokkur andartök…

Það getur því verið upplagt að gefa sér nokkrar mínútur til að slaka á. Á upptökunni hér fyrir neðan, leiðir Eygló þig í sitjandi slökun. Hlustun á upptökuna hjálpar til við að slaka á öllum líkamanum og heildartíminn er ekki nema tæpar þrjár mínútur í hlustun. Ekki er ólíklegt að þeir allra þreyttustu sofni svo það má alveg mæla með því að stilla vekjaraklukku áður en spilun hefst.

Þetta er akkúrat svona afslöppun sem við gerum með iðkendum okkar í Jakkafatajógatímunum hjá fyrirtækjum. Við bjóðum upp á allskonar tíma, skoðaðu framboðið okkar hérna.

Opnið spilarann með upptökunni hérna:

Sitjandi slökun í stól from Eyglo Egilsdottir on Vimeo.

Njótið vel

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.