Grænir hristingar

Grænir hristingar! Aldrei hélt ég að það væri eitthvað fyrir mig. En lífsstíllinn tók hliðarskref til hins betra eftir að ég hóf að stunda jóga. Eftir nokkur jóganámskeið síaðist loksins inn hjá mér að grænmeti væri eitthvað sem ég þyrfti að vera duglegri við að borða.
Í dag finnst mér grænir hristingar alveg ómissandi yfir daginn, þannig passa ég upp á að fá alltaf góða næringu. Ég var ekki alin upp við að borða grænmeti og þetta er besta leiðin til að koma þessu græna dóti niður hjá mér.
Ég reyni alltaf að eiga grunn-innihaldsefnin í ísskápnum og læt svo það sem er til hverju sinni ráða endanlegri útkomu. Ég á alltaf til:
  • Spínat
  • Engifer
  • Frosin ber
  • Möndlumjólk

Best er að láta hugmyndaflugið ákvarða hvernig nákvæmlega drykkurinn verður,

Grænir hristingar

en hér lýsi ég svona klassískum drykk sem ég fæ mér í það minnsta einu sinni á dag.

Grænir og vænir …

  • Tvær lúkur eitthvað grænt (spínat / kálblanda)
  • ca 1 sellerístilkur ca 2 cm engiferbútur einhver einn ávöxtur sem er til (pera / epli)
  • safi úr 1/2 sítrónu eða skvetta úr sítrónusafa á flösku frá Sollu
  • 1-2 tsk lífrænt hnetusmjör
  • 1 skammtur próteinduft
  • 6-10 bitar af frosnum ávöxtum (jarðarber / bláber / mangó)
  • Möndlumjólk eftir smekk (eða plássi í könnunni!)
Njótið!