Verum hugrökk!

Verum hugrökk í lífinu! En hvað er það sem gerir okkur hugrökk? Er dirfska það sama og hugrekki? Hvernig getur hugrekki bætt lífsgæði okkar og samskipti?

Hugrekki er að standa andspænis því sem þú óttast og framkvæma það samt

Verum hugrökk í daglega lífinu

Við þurfum kannski ekki að búa yfir miklu hugrekki til að fara í gegnum venjulegan dag, eða hvað? Í meðfylgjandi fyrirlestri fer Brené Brown yfir það hversu miklu máli hugrekki skiptir í daglega lífinu og hverskonar einkennum þeir einstaklingar búa yfir sem eru líklegri til að sýna hugrekki. Hún sinnti rannsóknum í áratug, hitti ótalmargt fólk og tók við þau viðtöl og greindi upplýsingarnar. Hún skoðaði meðal annars:

  • Tengsl
  • Skömm
  • Ótta
  • Berskjöldun
  • Hugrekki
  • Sjálfstraust
  • Sjálfsvirðing
  • Fullkomnun / ófullkomnun

 

Erfiðar tilfinningar

Hún talar um hvernig við reynum að aftengja okkur þessum “erfiðu” tilfinningum með því að deyfa okkur, til dæmis með lyfjum, áfengi og mat. En þegar við gerum það deyfum við ekki bara erfiðu tilfinningarnar heldur einnig þær góðu og jákvæðu sem gera lífið þess virði að lifa því.

Hún bendir í lokin á nokkra punkta til betra lífs:

  • Að leyfa öðrum að kynnast sínum innra manni, þrátt fyrir ófullkomleikann
  • Að elska af öllu hjarta, án trygginga um endurgoldnar tilfinnignar
  • Að æfa þakklæti og gleði – til dæmis með núvitund
  • Að vera eins og þú ert – við erum öll ófullkomin – þannig erum við fullkomin

Gefið ykkur endilega tíma til að hlusta á Brené Brown, þessi uppsetning á efninu mun vekja ykkur til umhugsunar um afhverju við veljum að gera suma hluti.

Verum hugrökk með hjálp Brené Brown.