Geðheilbrigðisdagurinn: Gjöf með gjöf

Geðræn vandamál snerta okkur öll, sem dæmi er áætlað að um 80% af íslensku þjóðinni finni fyrir einhverskonar þunglyndi einhverntíman á ævinni.

Geðræn vandamál leynast víða

Ef allir sem þurfa á hjálp að halda vegna geðsjúkdóma myndu vakna bleikir í framan á morgun kæmi það okkur sennilega verulega á óvart hversu margir það væru. Það yrði allskonar fólk í allskonar störfum og líka fólk sem okkur þykir vænt um. Auðvitað viljum við leggja ástvinum okkar lið en því miður eru enn fordómar gagnvart sjúkdómnum.

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert.  Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að  vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra.

Í tilefni af Alþjóða Geðheilbrigðisdeginum 10. október ætlum við að gefa heilan mánuð af Jakkafatajóga fyrir einn vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Það sem þú þarft að gera til að koma þínum hóp í pottinn er að líka við Facebook síðu Jakkafatajóga, deila myndinni með leiknum og skrifa nafn fyrirtækisins í athugasemdir undir myndinni. Við gefum vinnuna okkar og þú færð að njóta jóga í góðum hópi.

Að auki: Gjöf með gjöf

Við ætlum einnig að gefa andvirði mánaðargjalds Jakkafatajóga til Pieta á Íslandi, samtaka gegn sjálfsvígum. Þannig viljum við leggja baráttunni gegn sjálfsvígum lið og styrkja það góða starf sem samtökin vinna. Mikil fylgni er á milli tíðni sjálfsvíga hjá þeim hópi sem glímir við geðræn vandamál. Pieta samtökin á Íslandi voru stofnuð í janúar í fyrra og undirbúa nú opnun á Pietahúsi. Þar verður tekið á móti einstaklingum í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahættu og aðstandendum þeirra.

Geðheilbrigðisdagurinn

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.