Áhersla vikunnar ~ mjóbak

Mjóbak

Mjóbak, eða neðsti hlutinn af bakinu okkar er sennilega sá líkamshluti sem líður mest fyrir skort á kviðstyrk.

Leiða má líkur að því að yfir helmingur allra landsmanna á fullorðinsaldri sé búinn að fá eða um það bil að fá brjósklos í einhverja af neðstu hryggjarliðunum. Því miður er það staðreynd að allt of margir fá þennan kvilla yfir æfina.

Það er þó í mörgum tilfellum hægt að vinna bug á brjósklosi eða útbungun (eins og það er kallað áður en það verður að brjósklosi). Styrktar- og liðleikaæfingar gegna þar stóru hlutverki.

Mjóbaki komið til hjálpar

Styrkur í rassvöðvum og liðleiki í kringum mjaðmir skipta miklu máli.

Hér munum við bæði leiða inn inn liðkunaræfingu fyrir mjaðmir, teygju fyrir nára og teygju fyrir rassvöðva.

En áður hefur verið farið í jafnvægi, sem eykur styrk rassvöðva, sé æfingin gerð rétt.

Lesa meira um jafnvægi hérna: Áhersla vikunnar ~ Jafnvægi

Hliðarteygjur

Þrýsta skal mjöðmum út í aðra hliðina og halda teygju í 30 sek

 

mjóbak

Nárateygja

  • stígðu afturábak með öðrum fæti (þarf ekki að vera mjög stórt skref)
  • þrýstu mjöðm fram. Leitaðu að teygju inn í nárann
  • haltu í ca 30 sek
  • endurtaktu svo fyrir hina hliðina

mjóbak

 

Næstu skref fyrir heilbrigt mjóbak

Fylgdu myndbandinu hérna fyrir neðan eða fáðu jógaáskorun beint í pósthólfið þitt á hverjum degi í 30 daga.
Smelltu hér fyrir 30 daga áskorun.

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.