Helga Birgisdóttir

Teymið

Helga kennir Jakkafatajóga í Reykjavík, smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Helga og leiðin hennar…

Helga kynntist jóga á byrjendanámskeiði hjá Drífu Atladóttir í Jógastúdíó 2016. Strax í upphafi iðkunarinnar fann hún hvernig jóga smellpassaði henni en hún hafði leitað lengi að heilsueflingu sem hentaði. Iðkunin óx fljótt eftir byrjendanámskeiðið og fann hún mikinn mun á líkamlegri og andlegri heilsu. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að iðkunin hófst fann hún hvernig jóga togaði meira og meira í hana. Hún ákvað því að skrá sig í 200 klukkustunda jógakennaranám undir handleiðslu Drífu. Fyrst um sinn var Helga ekki viss hvort hún myndi fara að kenna en hún fann fljótt hvernig jógakennsla kallaði á hana og hún nýtur þess mikið að kenna jóga og hjálpa öðrum í gegnum jákvæðar breytingar í lífinu með jóga að aðal verkfæri. Helga hlakkar til að deila sinni kunnáttu með iðkendum Jakkafatajóga.

September 2017 – Ágúst 2018

200 klst Hatha- og Vinyasa jógakennaranám

Kennari: Drífa Atladóttir

Stúdíó: Jógastúdíó

 

Október 2018 – Janúar 2019

200 klst Yoga Alliance Power Yoga kennaranám (hugmyndafræði Baron Baptiste)

Kennari: Alice Riccardi

Aðstoðarkennari: Inga Hrönn Kristjánsdóttir

Stúdíó: Iceland Power Yoga

Viltu bóka tíma fyrir þinn hóp?
Smelltu hér til að hafa samband eða sendu tölvupóst á info@jakkafatajoga.is og við svörum þér eins fljótt og við getum.