Íris Ösp

Íris Ösp

Íris kennir Jakkafatajóga-tíma á Höfuðborgarsvæðinu.

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is.

Leiðin sem Íris fór

Íris útskrifaðist í maí 2019 úr 200 tíma alliance samþykktu jóga námi úr Yoga Teachers College í Barcelona (200RYT). Þar áður hafði hún iðkað jóga af mikilli alúð í nokkur ár og skráð hjá sér nokkur hundruð jóga tíma á ári hverju. En það var hugmyndin á bakvið jóga iðkunina, hugleiðsla og hugarró sem að leiddi Írisi að jóga.
Eftir jóga námið og þriggja mánaða Ashtanga iðkun í Barcelona fór hún í enn frekari leit að sinni tegund af jóga og hóf nokkura mánaða ferðalag um asíu þar sem hún sótti jóga retreat, jóga- og nudd námskeið og dvaldi í ashram [n.k. jógabúðir] til að kynna sér betur uppruna jóga.
Íris er sjálfstætt starfandi jógakennari og myndlistakona og hefur hún meðal annars gefið út jógaspilið YOGER fyrir heimaiðkun.
Reynsla, réttindi og annað nám
2019 
  • 200 RYT Yoga Teachers College Barcelona (Lucas Rockwood)
  • 25 tíma Thai- & jóga nudd námskeið
  • Ashram hjá Guru Anand Krishna (Hugleiðsla, jóga heimspeki)
  • 5 klst pranayama námskeið
  • Grunnur í öfugum stöðum og opnum öxlum
2018 Hóf fjarnám hjá Yoga Teachers College, anatómíu og skráði hjá sér yfir 300 jóga tíma
2016 Ferðamálafræði hjá Ferðamálaskólanum í Kópavogi
2013 Diploma í myndlist frá Myndlistaskólanum í Nuuk á Grænlandi
2011 Fatahönnun – Den skandinaviske design højskole