Andrea Rún Carlsdóttir

Andrea

Andrea kennir Jakkafatajóga á höfuðborgarsvæðinu. Smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Hún starfar einnig sjálfstætt sem jógakennari bæði hjá Amarayoga í Hafnarfirði og hjá Mjölni í Öskjuhlíðinni í Reykjavík.

Jógaferðalag Andreu

Ég er svo þakklát fyrir þær frábæru gjafir sem mér hafa verið gefnar í gegnum iðkun og kennslu og finnst forréttindi að fá að deila jóga með öðrum.

Jógaferðalagið hennar  hófst fyrir mörgum árum síðan þegar hún og besta vinkona hennar uppgötvuðu Hatha jóga tíma í Sporthúsinu. Þetta voru tímar sem voru kenndir í litlum sal og þær tímdu ekki að segja neinum frá þeim svo þær ættu alltaf laust pláss.

Haustið 2016 hóf hún svo 200 tíma jógakennaranámi hjá Ástu Maríu í Amarayoga. Hún segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt ferðalag sem ýtti henni út fyrir þægindarammann. Hún hugsaði námið alltaf sem leið til að dýpka sjálfsþekkinguna, sem það vissulega gerði. En eftir að hafa kennt tíma þá var ekki aftur snúið. Jógakennslan var augljóslega komin til að vera partur af hennar lífi.

Hún útskrifaðist vorið 2017 og byrjaði í kjölfarið að kenna tíma í Amarayoga. Haustið 2017 lét Andrea loks gamlan draum rætast og fór til Indlands að læra nudd. Eftir heimkomu frá Indlandi hefur hún haft jógakennslu og nudd að aðalatvinnu.

Kennsla

2017 –  Jógakennari hjá Mjölni
2017 –  Sjálfstætt starfandi nuddari
2016 –  Jógakennari hjá Amarayoga

Andrea segir frá

Sem barn, unglingur og ung kona hafði ég alltaf verið rosalega orkumikil og trúði því ekki að árangur næðist nema með hörku og ákefð. Í gegnum iðkun mína hef ég fundið styrk í mýktinni, þar sem mér hafði aldrei áður dottið í hug að leita. Þessi mýkt fær síðan að fylgja mér af jógadýnunni og inn í daglegar athafnir og fyrir það er ég ótrúlega þakklát. Ég get tekið sjálfri mér með meiri mildi en áður fyrr og samþykkt mig fyrir allt það sem ég stend fyrir. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á líkamanum, hreyfingu, mataræði og fleiru því tengdu. Í gegnum jóga hef ég fundið grundvöll þar sem ég get fengið útrás fyrir allan þennan áhuga. – Andrea.