Gróa Másdóttir

Gróa

Gróa kennir tíma á Höfuðborgarsvæðinu, smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Gróa hefur stundað jóga um árabil og hóf sjálf að kenna árið 2005. Áherslur hennar í kennslu hafa alltaf praktíska nálgun og taka mið af lífsstílskvillum. Hún hefur mestan áhuga á að bæta vellíðan fólks, hvar svo sem það er statt í iðkun.

Gróa og hreyfingin

Hún hefur sjálf mikinn áhuga á hreyfingu og útivist. Hún hefur alla tíð verið mikill hlaupari og hefur tekið þátt í ýmsum hlaupum hérlendis og erlendis. Til að byrja með voru það götuhlaupin sem heilluðu hana, en nú fer hún aðallega á hálendi Íslands til að hlaupa. Til að mynda hefur hún bæði farið Laugaveginn og Jökulsárhlaupið.

Gróa segir að í gegnum tíðina hafi það verið jógaiðkun sem hjálpaði til við endurheimt eftir hlaup. Í jóga viðheldur hún bæði liðleika og mýkt sem eru nauðsynleg á móti miklum hlaupum. Sérstaklega ef undirlagið er hart, þar sem getur verið mikið um högg upp eftir öllum líkamanum.

Á hálendi Íslands

Gróa varð svo heilluð af utanvegahlaupunum að hún ákvað að gera hálendi Íslands að líka sínum vinnustað. Hún hefur nú í nokkur ár starfað við leiðsögn og tekur að sér ýmsa hópa í styttri og lengri ferðir frá Reykjavík. Skemmtilegast finnst henni að leiða fólk í gegnum óbyggðirnar á hálendinu. Síðustu ár hefur hún leyft sér að tvinna saman jógakennarafræðin og leiðsögnina. Hún hefur þannig þróað göngudagskrá fyrir hópa sem vilja bæði ganga og iðka jóga.

Þegar Gróa er hvorki að leiða jógatíma né gönguhópa, þá sinnir hún sínu nýjasta verkefninu á borðinu hennar, sem er markþjálfun.

Leiðin hennar Gróu

2015 Leiðsögumaður frá MK
2014 Markþjálfun frá HR
2010 MBA  með áherslu á mannauðsmál frá HR
2005 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann
2003 MA í sagn- og fornleifafræði frá HÍ

Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2005