Heiðbrá Björnsdóttir

Teymið

Heiðbrá kennir tíma á Höfuðborgarsvæðinu, smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Heiðbrá heillaðist af jóga frá því hún steig inn í sinn fyrsta jógatíma. Hún fann hvernig jóga færði henni réttan fókus og var góð leið til þess að  losa sig við streitu.

Heiðbrá og leiðin hennar…

Það leið ekki á löngu þar til hún skráði sig í jógakennaranám frá jógastöðinni Yogavin til  þess að kynnast jógafræðinni og vöðva- og lífeðlisfræðinni á bakvið jóga betur. Hún hefur mikla ástríðu til að hjálpa öðrum að öðlast betri heilsu og því fór hún strax að kenna samhliða námi. Eftir að hún útskrifaðist starfaði hún fyrst sjálfstætt og leiðbeinti undir sínu eigin nafni Yoga með Heiðbrá sem byrjaði í jógastöðinni Om setrinu í Keflavík. Þar var hún með námskeið í Vinyasa jóga, karla jóga sem og krakkajóga námskeið.

Heiðbrá var áður deildarstjóri Jakkafatajóga á Suðurnesjum og sá þar um alla jógakennslu, en kennur nú Jakkafatajóga tíma á  höfuðborgarsvæðinu.  Heiðbrá kennir einnig Hot yoga í Sporthúsinu í Kópavogi.

Hún hefur sótt fjöldann allan af allskonar námskeiðum sem tengjast í jóga,líkamsrækt og heilbrigðum lífsstíl.

Ýmis námskeið og störf frá 2011

2015 240 klst jógakennaranám hjá Yogavin 

2015-2016 Jógakennari grunnskólanum Akurskóla

2013-2014 Sundþjálfari yngri keppnisflokka hjá ÍRB

2010-2012 Framkvæmdastjóri og yfirþjálfari hjá Fimleikaakademíu Keflavíkur

2011 Stignun æfingakerfa og fitubrennslu, Íþróttaakademía Keilis

2011 Fimleikaþjálfun/Móttaka