Helga Guðný

Teymið

Helga Guðnú kennir tíma á Akranesi, smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Helga og leiðin hennar…

Helga Guðný kynntist jóga fyrst í gegnum jóganámskeið hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í kringum aldamótin 2000. Eftir að hafa stundað samkvæmisdans af kappi í nokkur ár var þörf fyrir annarskonar hreyfingu og andlega íhugun.

Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna eða um kringum árið 2010 að Helga fór aftur að stunda jóga að staðaldri. Það var fyrst í sólarhyllingunni sem hún fann fyrir vellíðan, frelsi, friði og ró í bæði líkama og sál. Og þá kviknaði hugmyndin að kynna sér jógakennaranám.

Og það er einlæg ósk Helgu að allir geti upplifað þessa góðu tilfinningu og frelsi sem jógaiðkun getur fært iðkandanum.

 

Helga hefur lagt stund á einkajálfaranám frá ISSA ( International sports sciences association) í Hong Kong.

Jógakennaranám frá Ástu Arnardóttur, Yogavin 2011.

Jógakennaranám YogaWorks 2018.

YinYoga kennaranám YogaWorks, lýkur í mars 2019.

Helga Guðný hefur leitt fáein jóganámskeið á Akranesi sem og verið afleysingakennari.

Hún hefur sótt fjölmörg námskeið tengd Jóga sem og sótt hugleiðslunámskeið og verið með á kyrrðarvökum.  Þar sem er hugleitt í þögn.

Helga Guðný kennir Jakkafatajóga á Akranesi.

Hafðu samband hér til að bóka tíma eða sendu póst beint á Helgu: helga@jakkafatajoga.is