Selma Birna Úlfarsdóttir

Teymið

Selma kennir tíma í Reykjavík, smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma Lausir tímar

Selma og fyrsti jógatíminn…

Árið 2007 fór Selma í fyrsta skipti í jógatíma og fannst það drepleiðinlegt. Ákvað þó að gefa jóga „sjens“ og prófa annarsskonar tíma og kolféll þá alveg.

Það má nefninlega líkja hinum ýmsu tegundum jóga við boltaíþróttir. Einhver sem elskar að spila körfubolta finnst ekki gaman í fótbolta.

Hún hefur alla tíð stundað einhverja íþrótt. Strax í grunnskóla ákvað hún að læra um íþróttir og heilsu og í dag  er hún íþróttafræðingur. Hún byrjaði ung að þjálfa og hefur nú starfað við einhverskonar þjálfun meira ein hálfa ævi sína. Fyrstu árin þjálfaði hún yngri flokka í fimleikum en með árunum hefur hún fært sig yfir í almenna heilsuþjálfun og síðustu fimm ár hefur hún að mestu starfað við jógakennslu.

Daglega lífið …

Eftir að hafa tekið jóga í fullkomna sátt, kláraði hún jógakennaranám árið 2013.  Í dag nýtir hún jóga í daglegu lífi við hvert tækifæri. Hún iðkar núvitund meðan hún borðar með fulli athygli og svo gerir hún stöndum öndunaræfingar í bílnum til að slaka á. Selma gerir einnig jógaæfingar fyrir kroppinn á hverum degi og hugleiðir í barnaherberginu á meðan börnin hennar sofna.

Það er þessi praktíska nálgun sem Selma er svo hrifin af. Ekki er verra hvað henni líður betur líkamlega og sérstaklega andlega af því að iðka jóga.

Nám og námskeið

2018 Fyrirtækjarúll námskeið hjá Sigrúnu í Happy Hips
2013 Jógakennaranám hjá Ágústu og Drífu í Jógastúdíó
2011 BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík
2006 Stúdentspróf af íþrótta- og félagsfræðibraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Body-Pump kennaranámskeið
Fit-pilates kennaranámskeið
Rope-yoga kennaranámskeið
Fusion Fitness þolfimikennaranámskeið
Fimleikanámskeið hjá Fimleikasambandi Íslands
Fjölmörg skyndihjálparnámskeið