Steinunn Kristín

Teymið

Steinunn Kristín kennir Jakkafatajóga á Selfossi og í nágrannabyggðum. Smelltu á hnappinn til að sjá lausa tíma  Lausir tímar

Kennir einnig jóga hjá Yoga sálum á Selfossi.

Hún hefur haft áhuga á jógafræðum frá því hún var unglingur og hefur meira og minna ástundað jóga frá 1996. Það sem henni finnst mest heillandi er hversu gott er að nota jógafræðin sem tæki til að dýpa andlegan þroska og lifa daglegu lífi.

Á tímum góðæris…

Steinunn ákvað að venda sínu kvæði i kross árið 2007 og hella sér út í jógakennaranám. Hún skellti sér í 200 tíma Hatha jógakennaranám sem hún nam hjá Ásmundi Gunnlaugssyni. 2015 fór hún svo í meira nám í jóga hjá Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute í Florida. Þá lærði Steinunn Jóga Nidra en þessi hluti fræðanna heilluðu hana mjög mikið. Í framhaldi af þessu námi hóf Steinunn sjálf að kenna jóga og leiða jógatíma.

Inn í kyrrðina…

Síðan hefur hún haldið fjölda námskeiða bæði á Selfossi og í Reykjavík. Helstu áherslur í kennslu hjá henni eru að hjálpa fólki að upplifa kyrrð og komast dýpra inn í það ástand. Hún kennir jóga hjá Yoga sálum á Selfossi við góðan orðstír, sjá nánar hér.

Steinunn hefur lengi haft áhuga á almennu heilbrigði og vellíðan og sótt fjölda styttri og lengri námskeiða tengt því.

Ýmis námskeið

2018 Hugsaðu um hrygginn, jógavinnustofa með Michael Amy
2016-18 Árlegt 7 daga silent retreat í Portúgal á vegum Mooji Baba
2015 Yoga Nidra kennararéttindi frá Amrit Yoga Institute, kennari Kamini Desai, 80 tímar
2013 „Meeting the Breath of Life“ Craniosacral Body Dynamics, kennari Marga Berr
2008 Jógakennari hjá Ásmundi Gunnlaugssyni, 200 tíma kennaranám
2004 Nám í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun hjá College of Cranio- Sacral Therapy