Vörur

30 daga jógaáskorun

Hér eru kynntar einfaldar æfingar fyrir kroppinn ásamt hugleiðingu, ein æfing á hverjum degi í 30 daga. Leyfðu mér að hjálpa þér við að búa til nýjar heilsusamlegar venjur á eingöngu 30 dögum sem auka líkamlegt hreysti og skerpa hugann.

Núvitundarbókin #ómetanlegt

Bókin leiðir lesandann í gegnum heilan dag af aukinni núvitund og býður upp á æfingar sem falla vel að tímalínu dagsins. Textinn inniheldur bæði núvitundar- og jógaæfingar ásamt dæmum um ómetanlegar stundir í hversdagslífinu sem flestir kannast við.

Fæst bæði í kilju og sem rafbók.

5 daga jógaáskorun (ókeypis)

Hér eru fimm einfaldar æfingar fyrir kroppinn, ein æfing á dag yfir vinnuvikuna. Leyfðu mér að hjálpa þér við að teygja þig í betri líðan.

Upptökur

Öndunar – og hugleiðsluæfingar lesnar inn af Eygló Egilsdóttur.

Slökunarjóga í Garðabæ

Eygló leiðir þessa tíma þar sem hún blandar saman jógaæfingum, öndun og slökun. Á meðan slökuninni stendur gengur hún á milli allra í salnum og veitir hverjum og einum herðanudd losa um spennu og til að dýpka slökunaráhrifin.