30 daga jógaáskorun

30 dagar af jóga

 • Hefurðu engan tíma aflögu fyrir heilsuna?
 • Finnurðu fyrir stressi?
 • Ertu undir miklu vinnuálagi?
 • Upplifir þú líkamlega kvilla vegna kyrrsetu?

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig, þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Gerðu hreyfingu að daglegri venju með hjálp 30 daga áskorunar. Eygló leiðir þig í gegnum einfaldar æfingar. Útskýringar í máli, myndum og myndböndum.

Nú þegar hafa um 200 manns náð sér í aðgang að 30 dögum af jóga. Komdu í hópinn!

30 daga jógaáskorunin sem ég tók þátt í gerði meira gagn en mig hefði grunað og ýtti kannski af stað heilsuferðalagi sem ekki var vanþörf á.
-Sigrún Agnes Njálsdóttir30

 

Meira um vefnámskeiðið

Hér eru kynntar einfaldar æfingar fyrir kroppinn ásamt hugleiðingu, ein æfing á hverjum degi í 30 daga. Leyfðu mér að hjálpa þér við að búa til nýjar heilsusamlegar venjur sem auka líkamlegt hreysti og skerpa hugann.

 • Þú hefur ævilangan aðgang að efninu, þú getur endurtekið eins oft og þú vilt!
 • Þú getur gert þetta eins og ég legg upp með, að gera eina æfingu á dag í 30 daga.
 • Kúrsinn er settur þannig upp að yfir eina viku er í það minnsta ein æfing fyrir hver stór liðamót líkamans, auk öndunar- og hugleiðsluæfinga.
 • Þú getur líka flakkað fram og aftur í dögunum og gert þær æfingar sem höfða mest til þín oftar. Þú getur líka gert fleiri en eina æfingu á dag.

Námskeiðið kostar 3.000 kr. og hægt er að greiða með kreditkorti.

 

Hvað er innifalið?

 • 30 einfaldar æfingar útskýrðar í máli, myndum og myndböndum
 • Dagleg áminning í tölvupósti
 • Æviaðgangur að öllu efninu í gegnum vefinn
 • Hægt er að hlaða öllu efninu niður:
 • Öll myndböndum ~30 myndbönd
 • Öll skjölum ~70 bls af jógaútskýringum með myndum