Jakkafatajóga

Jakkafatajóga

Við hjá Jakkafatajóga trúum því að okkur gangi best þegar okkur líður sem best. Þess vegna  viljum við hjálpa þér að líða betur.

Þegar okkur líður vel erum við í jafnvægi. Við upplifum einhverskonar jafnvægi á milli vinnuálags og frítíma, milli neyslu og sparnaðar. Einhverskonar jafnvægi er líka nauðsynlegt á milli hreyfingar og kyrrsetu, á milli styrks og liðleika. Þegar við erum í jafnvægi, líður okkur betur og líklegra er að samræmi verði á milli orða og gjörða. Allt þetta vindur upp á sig og yfir tíma byggjum við sterkari sjálfsmynd og öruggari einstaklinga.

Jakkafatajóga verður til

Jakkafatajóga varð til af minni eigin þörf þegar ég var enn í fullu starfi í banka árið 2009. Það var þó ekki fyrr en sumarið 2013 sem ég fór að bjóða þjónustuna á almennum markaði.
Eygló Egils, stofnandi og eigandi Jakkafatajóga™.

 

Æfingarnar sem við gerum auka blóðflæði til heila og helstu vöðva. Við teygjum á ákveðnum vöðvahópum og styrkjum aðra auk þess sem við hugum sérstaklega að stirðustu liðamótunum. Einbeitingar og hugleiðsluæfingar eru gerðar í hverjum einasta tíma. Þessi ástundun er ekki síður mikilvæg vegna hins stöðuga áreitis sem hefur truflandi áhrif á hugsun. Regluleg ástundun jóga og hugleiðslu mun skila sér í betri líðan með bættri líkamsstöðu, meiri afköstum og aukinni ánægju í starfi og leik.

 

Fyrir hverja?

Jógaæfingarnar eru sérsniðnar að þeim sem sitja mikið við sína vinnu, en nýtast öllum. Gert er ráð fyrir að allir klæðist sínum hefðbundna fatnaði við framkvæmd æfinganna og ekki þarf mikið pláss fyrir hvern og einn. Olnbogarými fyrir hvern er nóg og matsalur eða fundarherbergi henta í flestum tilfellum vel undir tímana okkar.

Jógakennarinn kemur í hús til ykkar og stjórnar æfingum í 15-20 mínútur. Þetta smellpassar alveg í kaffitímann.

Við fullyrðum að það hefur aldrei verið eins auðvelt að huga að heilsunni því hvorki þarf að skipta um föt né fara úr húsi.

Hér má finna YouTube rás Jakkafatajóga, en þar má finna nokkur vel valin myndbönd sem sýna dæmigerðar æfingar sem við gerum í tímunum okkar.

Viltu fá okkur í heimsókn?

Sendu okkur skilaboð hér: Hafðu samband  eða tölvupóst: info@jakkafatajoga.is