Tímar & bókanir

Tímarnir okkar hjálpa til við heilsueflingu. Teygðu þig í átt að betri líðan og betra lífi með okkur.

Kennara- og þjálfarateymið býður upp á margvíslega tíma um allt land, kynntu þér úrvalið okkar hér fyrir neðan.

Ánægja - Efling - Afköst

Jakkafatajóga

Einfaldar jógaæfingar á skrifstofutíma, sérsniðið að þörfum þeirra sem sitja mikið yfir vinnudaginn. Einungis þarf gott gólfpláss, engrar kunnáttu er þörf og engin þörf er á búnaði fyrir tímann.

Hugleiðsla

Aðgengilegir hugleiðslutímar fyrir nútímafólk á vinnutíma. Meiri hugarró, minna stress í amstri dagsins. Útbúnaður sem þarf fyrir tímana er hlýtt og lokað rými, t.d. fundarherbergi ásamt stólum.

Fyrirtækjarúll

Einfaldar æfingar með litla nuddbolta á skrifstofutíma, sérsniðið að þörfum þeirra sem sitja mikið yfir vinnudaginn.

Pantaðu tíma

Hér getur þú lagt inn pöntun fyrir þinn hóp á netinu – ýttu á hnappinn hér fyrir neðan og sjáðu lausa tíma hjá okkur. Ef enginn tími í töflunni okkar hentar geturðu alltaf sent okkur upplýsingar um hópinn þinn, stað og stund sem þú óskar eftir heimsókn frá okkur og við gerum okkar besta til að koma til móts við ykkar þarfir. Heilsuefling hefur aldrei verið eins auðveld á vinnutíma.