Tímar & bókanir

Tímarnir okkar hjálpa til við heilsueflingu. Teygðu þig í átt að betri líðan og betra lífi með okkur.

Kennara- og þjálfarateymið býður upp á margvíslega tíma um allt land, kynntu þér úrvalið okkar hér fyrir neðan.

Ánægja - Efling - Afköst

Jakkafatajóga

Einfaldar jógaæfingar á skrifstofutíma, sérsniðið að þörfum þeirra sem sitja mikið yfir vinnudaginn. Einungis þarf gott gólfpláss, engrar kunnáttu er þörf og engin þörf er á búnaði fyrir tímann.

Hugleiðsla

Aðgengilegir hugleiðslutímar fyrir nútímafólk á vinnutíma. Meiri hugarró, minna stress í amstri dagsins. Útbúnaður sem þarf fyrir tímana er hlýtt og lokað rými, t.d. fundarherbergi ásamt stólum.

Fyrirtækjarúll

Einfaldar æfingar með litla nuddbolta á skrifstofutíma, sérsniðið að þörfum þeirra sem sitja mikið yfir vinnudaginn.

Lausir tímar

Hér getur þú séð alla lausa tíma hjá okkur og þú getur einnig bókað tíma fyrir þinn hóp á netinu – ýttu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá lausa tíma í Jakkafatajóga og Fyrirtækjarúlli um allt land. Heilsuefling hefur aldrei verið eins auðveld á vinnutíma.