Happy hips & Jakkafatajóga

Happy hips
Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liðamóta með jógastöðum og nuddboltum.
Almennt er unnið með alla vöðva líkamans, en áhersla lögð á losun spennu í vöðvum við mjaðmalið. Með losun trigger punkta losnar um tog eða spennu í bandvef.

Með því tvinna saman jóga og bandvefslosun er hægt að bæta liðleikann mjög mikið. Almenn hreyfifærni eykst, ásamt blóðflæði og almenn líkamleg líðan batnar.

Trigger-punktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum. Þeir geta sent frá sér leiðniverki eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Við boltanuddið hitnar líkaminn og allt flæði eykst og bandvefurinn bæði mýkist og lengist. Allt þetta leiðir til bættrar hreyfigetu og minni verkja á spennusvæðum.

  • ATH að gott veggpláss er nauðsynlegt fyrir tímann, hver og einn iðkandi þarf að komast upp að vegg með boltann.

Sigrún, boltakennarinn okkar kemur til fyrirtækis og stjórnar æfingum í 15-20 mínútur –smellpassar alveg í kaffitímann. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að huga að heilsunni því hvorki þarf að skipta um föt né fara úr húsi.

Happy hips og Jakkafatajóga í samstarfi

Samstarf Happy Hips og Jakkafatajóga. Í tímum Happy Hips eru notaðir sérstakir boltar við að nudda spennu og vöðvaþreytu úr líkamanum. Búið er að þróa sérstaka tækni sem er einstaklega áhrifarík og einföld í framkvæmd fyrir hvern sem er.

Viltu fá okkur í heimsókn?

Sendu okkur skilaboð hér: Hafðu samband  eða tölvupóst: info@jakkafatajoga.is  / sigrun@happyhips.is

Ítarlegri upplýsingar um Boltatíma Happy Hips má finna hér: www.happyhips.is