Hugleiðsla

Hugleiðsla, sé hún ástunduð reglulega hefur góð áhrif á heilsuna og hamingjuna ekki síður en starfsgetu- og ánægju.

Nú bjóðum við 20 mínútna hugleiðslutíma fyrir vinnustaði.

Hugleiðsla veitir okkur meiri hugarró en okkur gæti nokkurntíman grunað. Þannig lærum við sjálf okkar eigin leiðir til að minnka áhrif streituvalda í amstri dagsins.Hugleiðsla

 

Hugleiðsla á vinnutíma

Hugleiðslunámskeiðin okkar eru átta vikur. Sá sem bókar þarf að sjá til þess að iðkendur komist í lokað rými með stólum á meðan tímanum stendur. Lokað fundarherbergi er til dæmis góður staður fyrir hugleiðslu.

Hugleiðsla er merkingarhlaðið orð og flestir sem hafa heyrt það en ekki prófað hugleiðslu, hafa einhverja og oft á tíðum óljósa hugmynd um hvað því felst að stunda hugleiðslu.
Í sinni einföldustu myndi snúast æfingar í hugleiðslu um það að beina athygli hugans að einhverju einu atriði í einu. Þannig bætum við einbeitingu og viljastyrk.
Sennilega getum við öll verið sammála um, að örlítið meiri einbeiting í daglegu lífi, starfi og leik, sé af hinu góða.

Viltu fá okkur í heimsókn?

Sjáðu lausa tíma í töflunni okkar  Sjá lausa tíma

Einnig geturðu sent okkur skilaboð hér: Hafðu samband  eða tölvupóst: info@jakkafatajoga.is