5 daga jógaáskorun

5 dagar jóga

  • Viltu læra einfaldar æfingar sem bæta líðan og létta hversdaginn?
  • Hefur þig lengi langað til að læra jóga, en ekki fengið þig af stað ennþá?
  • Eru engir jógatímar kenndir í þinni heimabyggð?
  • Langar þig að kynnast jóga örlítið betur án skuldbindinga?

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig, þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Hér geturðu kynnst hinum góðu áhrifum jóga með hjálp 5 daga áskorunar. Eygló leiðir þig í gegnum einfaldar æfingar. Útskýringar í máli og myndum.

Komdu í hóp daglegra jógaiðkenda, þú hefur allt að vinna og engu að tapa!5 dagar

Það er mitt persónulega markmið að aðstoða venjulegt fólk við að setja sér góðar venjur sem bæta líkamlegt hreysti og skerpa hugann.

Hér má finna þær leiðir sem ég hef bæði prófað á sjálfri mér og öðrum og hafa reynst vel.

Ég sagði upp starfi í banka árið 2010 til að leita uppi leiðir til að hjálpa öðrum að bæta heilsuna á einfaldan hátt á hverjum degi. Hef ástundað og kennt jóga frá árinu 2008 og stofnaði Jakkafatajóga árið 2013.

Það er ósk mín að þetta nýtist öllum þeim sem þurfa á að halda. Þess vegna er þetta alveg ókeypis og öllum opið.
-Eygló Egils