Bryndís Arnarsdóttir

Teymið

Bryndís kennir Jakkafatajóga á Akureyri og Norðurlandi.

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is eða bryndis@jakkafatajoga.is

Bryndís fór í sinn fyrsta jógatíma skömmu eftir að hún greindist með vefjagigt árið 1993. Hún fann fljótt hvað tímarnir gerðu henni gott, bæði andlega og líkamlega. Jógaiðkunin bæði minnkaði streitu og bætti svefn. Ekki síður fann hún í gengum jóga örugga leið til að öðlast betra jafnvægi á líkama og sál og þar með leið til að tengjast sjálfri sér betur. Hún fékk einnig svör við áleitnum spurningum eins og „hver er ég?“  og „hvaðan kem ég?“ og „hvert stefni ég?“. Síðan þá hefur Bryndís gert jóga að sinni daglegri ástundun, ekki bara með líkamlegri ástundun  í gegnum jógastöður og öndun. Heldur einnig sem leið til að fara meira inn á við og skoða sinn innri kjarna.

Bryndís og heilsufræðin…

Bryndís, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt hefur alltaf haft áhuga á útivist, hreyfingu og heildrænum meðferðum með velferð og uppbyggingu einstaklingsins að leiðarljósi. Hún útskrifaðist úr Heilsumeistaraskólanum árið 2010. Námið þar leitast við að kenna betur að nota það sem nátttúran hefur fært okkur til að byggja upp heilsu og vellíðan. Slík nálgun samræmist hugsjónum Bryndísar um heildrænar meðferðir sem jóga sannarlega er.  

Og meira nám…

Eftir útskrift úr Einkaþjálfaranámi Keilis árið 2011 hóf Bryndís nám í jógafræðum hjá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar og útskrifaðist úr 240 stunda jógakennaranámi sama ár. Áhugi Bryndísar á jógaleiðinni var þar með vakinn og hóf hún strax nám í 560 stunda framhalds-jógakennaranámi hjá Kristbjörgu og hefur því lokið samtals 800 stunda námi í jógafræðum. Bryndís hóf að kenna jóga haustið 2011, fyrst heitt Jóga á Bjargi líkamsræktarstöð, samhliða hefðbundnu jóga hjá STN. Bryndís kennir nú heitt jógaflæði hjá Átaki Líkamsrækt ásamt því að stunda nám í heilbrigðisvisindum við Háskólann á Akureyri.

Nám og námskeið

2017 Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.

2016 Framhaldsnámskeið í nálastungum við kvíða og verkjum

2015 Námskeið í nálastungum við kvíða og verkjum

2014 Framhaldsjógakennaranám hjá Kristbjörgu Elínu Kristmundsdóttur

2011 Jógakennaranám hjá Kristbjörgu Elínu Kristmundsdóttur

2011 Einkaþjálfari frá Keili og sjálfstætt starfandi síðan þá.

2010 Heilsumeistaraskólinn

1994  Bsc Hjúkrunarfræði við HÍ

 

Ýmis námskeið

nudd, reiki I & II, nálastungur fyrir verkjum og kvíða og fl. Bryndís hefur kennt ýmsum íþróttahópum jóga undanfarin ár með áherslu á teygjur og öndun. Hún hefur haldið grunnnámskeið í jóga ásamt svo kölluðum „föstudögum“ 10 daga heilsumeðferð i samstarfi við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit þar sem boðið er upp á meðferðir sem byggja upp líkama og sál með léttu grænmetisfæði, jóga, gönguferðum, nuddmeðferðum og fræðslu.

 

Om namo bhagawate vasudevaya