Fjóla Kristín

Teymið

Fjóla Kristín kennir tíma á Egilsstöðum og nágrenni.

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is eða fjolakr@jakkafatajoga.is

Fjóla og jógalífið hennar

Fjóla Kristín hefur alltaf haft áhuga á heilbrigði líkama og andlegum efnum.
Hún er róleg og reglusöm sveitastlepa sem hefur áhuga á útivist, líkamsrækt, andlegum málefnum og
hundum.

Hún starfar sjálfstætt sem jógakennari á Egilsstöðum og kennir ýmsa tíma. Sjá nánar um jóga hjá Fjólu hérna.

Árið 2010 fékk hún C-gráðu leiðbeinanda réttindi í CombatBells. Útskrifaðist síðan árið 2011 frá Keili með
ÍAK einkaþjálfararéttindi.
Árið 2014 fann Fjóla Kristín svo ástríðu sína í yoga og fór að stunda nám við Jóga – & blómadropaskóla
Kristbjargar og útskrifaðist þaðan sem yogakennari í Lakhulis og Raja-jóga árið 2014.
Árið 2016 hélt hún svo för sinni til Indlands, til Rishikesh og sótti þar nám í Vinyasa Yoga School, þar sem
hún lagði stund á Hatha og Vinyasa jóga og útskrifaðist þaðan með alþjóðleg jógakennara réttindi.
Fjóla Kristín leitast stöðugt við að bæta við þekkingu sína á sviði jógafræða og sækir námskeið í hugleiðslu
og jóga reglulega.

Kennsla

2018 –  Er deildarstjóri Jakkafatajóga á Austurlandi, staðsett á Egilsstöðum
2018 –  Er sjálfstætt starfandi með Yoganámskeið á Egilsstöðum
2017 -2018 Starfsendurhæfing Austurlands, Egilsstöðum
2017 Starfsendurhæfing Norðurlands, Akureyri
2015 – 2016 Deildarstjóri Jakkafatajóga, Akureyri
2014 – 2016 YogaLind Akureyri, stofnandi og kennari
2014 Yogasmiðjan, Reykjavík

Fjóla Kristín lærði

2016 2016 Vinyasa Yoga School, Rishikesh, Indlandi
200 tíma jógakennaranám Útskrifuð með alþjóðleg jógakennararéttindi 10. febrúar 2016
2014 Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar
240 tíma jógakennaranám Útskrifuð með jógakennararéttindi 7. júní 2014
2010-2011 Keilir ÍAK einkaþjálfari

Ýmis störf tengd heilsu

Einkaþjálfari í Reebok Fitness Reykjavík
Ein af stofnendum jógarýmisins YogaLind á Akureyri þar sem jógakennarar á Akureyri sameinuðust til að kenna jóga, hugleiðslu og annað tengt betri andlegri og líkamlegri heilsu
Kenndi CombatBells námskeið á Akureyri og Ólafsfirði
Einkaþjálfari á Bjargi Akureyri
Kenndi Spinning í Gym80 Reykjavík
Kenndi spinning og Tae Bo í World Class á Akureyri