Bergný Dögg Sophusdóttir

Bergný

Bergný kennir Jakkafatajógatíma á Akranesi og í nágrannasveitarfélögum.

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is eða bergny@jakkafatajoga.is

Þegar Bergný uppgötvaði jóga

Bergný bjó í Danmörku árin 2003-7 og hafði þá góðan tíma til að íhuga hvað hún vildi „verða“. Hún sótti mörg áhugaverð námskeið sem hún lærði mikið af. Jógakennaranámið sótti þó fastar á eftir því sem leið á. Eftir að hún og fjölskyldan fluttu heim til Íslands árið 2007 lenti hún í þeim skemmtilegu aðstæðum að fá starf á leikskóla þar sem henni bauðst að kenna börnum jóga.

Bergný  byrjaði því á að læra krakkajóga samhliða leikskólastarfinu og heillaðist svo mjög að í kjölfarið skráði hún sig strax í hefðbundið jógakennaranám. Eins og svo margir í teyminu hjá Jakkafatajóga, ætlaði Bergný sér aldrei að verða jógakennari. En eftir að hafa upplifað breytingar og aukna vellíðan bæði á líkama og sál, þá fannst henni að fleiri yrðu að fá að njóta.

 

Nám og kennsla

Haust 2008 – haust 2017 jógakennsla fyrir börn í leikskólanum Akraseli á Akranesi

2013 nokkur námskeið í meðgöngujóga

Frá því haustið 2015 hef ég verið að kenna jóga í Heilsan mín á Akranesi

2008 Krakkajóga námskeið hjá Guðjóni Bergmann

2012 – 2013 200 klst Hatha- og Vinyasa jógakennaranám
Kennarar: Drífa Atladóttir og Ágústa Kolbrún hjá Jógastúdíó

2014 Jóga fyrir börn, námskeið á vegum JKFÍ, kennari Eva Þorgeirsdóttir

Markmið Bergnýjar er að deila jógagleðinni með öllum sem vilja heyra.