Guðný Petrína

Guðný

Guðný kennir Jakkafatajóga á öllum Suðurnesjum.

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is eða gudnypet@jakkafatajoga.is

Allanar nánari upplýsingar eða bókanir fara fram í gegnum tölvupóst á gudnypet@jakkafatajoga.is

Þegar Guðný uppgötvar jóga

Guðný varð fyrst hugfangin af jóga þegar hún hóf að stunda vinyasaflæðistíma hjá Mjölni sumarið 2016. Hún fann strax við þessa iðkun mikinn mun á andlegri og líkamlegri heilsu sinni en þetta hentaði mjög vel með styrktar – og þrekþjálfun sem hún hafði stundað til þó nokkurra ára. Jógaiðkunin jókst með tímanum og samhliða jókst áhuginn hjá Guðnýju til að auka þekkingu sína á þessu sviði og jafnvel deila henni. Guðný hefur sótt mörg námskeið á sviði líkamsræktar og yoga síðastliðin ár en hún hefur unnið sem yogakennari hjá Sporthúsi Reykjanesbæjar og við hóptímakennslu á sviði styrktar – og þrekþjálfunar hjá Flott Þrek í Suðurnesjabæ. Guðný hlakkar til að deila kunnáttu sinni og reynslu á þessu sviði í gegnum Jakkafatajóga.

Ágúst 2017
25 klukkustunda krakkajógakennaranám.
Kennari: Ryan Leier
Stúdíó: Yoga Shala

Apríl 2019
200 klukkustunda Yoga Alliance Hatha- og Vinyasa jógakennaranám
Kennari: Nadia Toraman
Stúdíó: Maui Yoga & Dance Shala

Maí 2019
20 klukkustunda Yoga Nidra kennaranám.
Kennari: Matsyendra Saraswati
Stúdíó: Munay Travel

Febrúar 2017 – júní 2020
200 klukkustunda Yoga Alliance  Ashtanga – og Vinyasa jógakennaranám
Kennarar: Ingibjörg Stefánsdóttir og Tómas Oddur Eiríksson
Stúdíó: Yoga Shala

Nóvember 2019 
20 klukkustunda Yin Yoga kennaranám.
Kennari: Alice Riccardi
Stúdíó: Iceland Power Yoga