Steinunn Anna Kjartansdóttir

Steinunn

Steinunn Anna kennir Jakkafatajóga tíma í Reykjavík,

Allar nánari upplýsingar eða bókanir, sendið tölvupóst á info@jakkafatajoga.is.

Steinunn og leiðin hennar…

Steinunn fór á jóganámskeið sem unglingur og heillaðist af æfingunum og hugmyndafræðinni. Síðan þá hefur hún stundað jóga og sótt fjölda námskeiða sem tengjast líkamanum, líkamsbeitingu, heilsueflingu og bættri heilsu.

Fyrir utan brennandi áhuga á jóga þá er Steinunn líka tómstundafræðingur að mennt. Hún hefur því starfað á frístundaheimilum um langt skeið þar sem hún hefur tækiæfæri til að kenna börnum jóga en það finnst henni einstaklega gefandi og skemmtilegt.

Samhliða starfi sínu sem tómstundafræðingur, hefur Steinunn síðustu ár einnig sinnt kennslu á ýmsum stöðvum, svo sem hjá Baðhúsinu, Sporthúsinu, World Class og hjá HAFyoga. Þar hefur hún bæði leitt jógatíma, aðra almenna hóptíma sem og Foam Flex tíma.

Frá og með haustinu 2019 einbeitir hún sér nú að því í fullu starfi að gera það sem hún gerir best og nýtur sín best við; að leiða jógatíma á ýmsum sviðum, meðal annars hjá okkur í Jakkafatajóga.

Nám og námskeið

2013 Fusion Fitness academy
2014 Foam Flex kennararéttindi
2017 Jógakennaranám, 200 klst.  hjá HAFyoga/jóga í vatni.
2018 Námskeið í gongspilun og í kjölfarið eignaðist hún sitt fyrsta gong sem hún notar m.a. í HAFyoga kennslu.