Umsagnir iðkenda

Ég ætlaði ekki að gefa mér tíma í morgun þar sem ég er að keppast við ársuppgjörið.  En auðvitað get ég ekki sleppt því þrátt fyrir annir og sem betur fer því að ég var að brjóta heilann um eitt verkefni sem hafði verið að vefjast fyrir mér.  Ég gekk beint til verks eftir tímann og leysti málið.  Jóga er lausnamiðað.  Ekki spurning.

Steinunn Sveinsdóttir
Hjá Menntamálastofnun

Fjóla mætir hálfsmánaðarlega til okkar og fær okkur til að standa upp frá tölvunni og teygja úr okkur.  Jakkafatajóga léttir andrúmsloftið á vinnustaðnum og við erum tilbúin að klára daginn og vinnuvikuna.

Hugrún Hjálmarsdóttir
Hjá Eflu, Egilsstöðum

Mjög góð tilbreyting frá setu fyrir framan tölvu. Gott að teygja úr líkamanum og liðka til. Ætti að vera skylda fyrir alla sem sitja mikið í vinnunni. Hefur haft áhrif á líkamlega líðan – finn ekki eins til í baki við setu.

Agnes Ástvaldsdóttir, verkefnastjóri, 39 ára

Gróa er frábær jógakennari og við hjá Icelandair Hotels erum heppin að hafa hana sem kennara hjá okkur.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Forstöðumaður starfsmanna- og gæðamála hjá Icelandair Hotels

Upplifunin er mjög góð. Frábært að teygja og slaka á í tímunum. Hefur klárlega liðkað mig upp.

Baldur Hauksson, verkefnastjóri, 35 ára

Ég sæki helst í hreyfinguna og slökun. Þægilegt að brjóta upp daginn. Eykur vellíðan í vinnu og afköst eflaust betri. Líður betur, liðugri.

Arnar, skrifstofumaður, 39 ára

Góð spennulosun í amstri dagsins. Auðveldara að drífa sig í ný verkefni eftir jóga.

Hannes

Góð afslöppun, tilbreyting. Hjálpar að dreifa huganum.

Kristinn Helgi, forritari

Frábærir tímar hjá henni Selmu – toppurinn á þriðjudögum.

Ingi Rafn, sviðsstjóri 

Upplifunin er mjög góð, gott að gefa sér tíma í amstri dagsins. Gott að liðka sig aðeins og standa upp frá tölvunni. Hefur breyt því að mér finnst jóga orðið spennandi. 

Inga Birna, fræðslufulltrúi, 40 ára

Góð upplifun – slökun. Sækist eftir að ná að liðka bak og fætur.

karlmaður 

Gott að teygja og slaka á líkamanum á miðjum degi.

kona 

Sit allan daginn í vinnu, veit að það er gott að standa upp og teygja en geri það aldrei sjálfur. Þessir tímar gera það að verkum að maður gerir þessar teygjur.

karlmaður 

Ég finn fyrir auknu blóðflæði, góðri slökun. Gott frá setu allan daginn. Frábært framtak.

56 ára kona 

Mjög gott að standa upp og gera góðar æfingar í afslppuðu andrúmslofti. Slökun í lok tímans sérstaklega góð! Geri æfingarnar oft heima, inni og úti. 

67 ára kona 

Upplifunin er dásamleg, góð breyting og uppbrot. Góðar teygjur og slökun.

Hildur, 47 ára 

Mér finnst þetta alger dásemd. Mjög mikilvægt fyrir kyrrsetufólk að standa upp frá tölvunni og liðka sig aðeins. Selma er frábær með góða nærveru!

Rakel, náms- og starfsráðgjafi, 46 ára 

Mjög góðir tímar, góðir kennarar. 

66 ára kona 

Upplifunin er mjög góð, virkilega gott að geta mætt í amstri dagsins og kúplað sig vel út. Kem almennt endurnærður til baka.

Jóhann, 31 árs 

Upplifunin er mjög góð. Ég sæki í að fá góðar teygjur og jafnvægisæfingar. Er líka gott fyrir andlega líðan.

kona 

Kennarinn er flottur. Ég sæki tímana því þeir veita mér hugarró í dagsins amstri. Ég næ mér niður á jörðina.

31 árs kona 

Hef bara farið einu sinni í Jakkafatajóga – allt eins og ég átti von á, gott í alla staði. Hef sótt námskeið hjá Unni og átti von á mjög góðu.

Eva Gunnarsdóttir, innheimtu- og launafulltrúi MAST, 40 ára

Dásamlegt að byrja daginn á jóga. Flottir tímar og skemmtilegir. 

Þorgerður E

Upplifunin er afar góð, góð slökun og orka. Ef breytingin er einhver, er hún bara góð.

50 ára kona 

Notalegur kennari – Dásamlegt að finna sjálfa sig í núinu í byrjun dags, hef aldrei áður fundið fyrir hársverðinum á mér – dásamlegt!

kona 40+

Góð byrjun á deginum, góður kennari – gott að fara inn í daginn með ró og frið í hjarta.

Íva, 48 ára