hatha jóga

Yoga Mudra: mest fyrir minnst æfingin

Yoga mudra hefur frá upphafi verið mín uppáhaldsæfing. Ekki vegna þess að hún sé svo grand, flott eða erfið. Heldur vegna áhrifanna sem hún kallar fram í líkamanum. Meðan ég var enn að vinna í skrifstofustarfi, var þetta æfingin sem ég laumaðist til að gera þegar enginn sá til. Og áhrifin voru ótvíræð, það er hægt að segja að þetta

Selfoss deild Jakkafatajóga

Nú hefur Jakkafatajóga á Selfossi verið starfrækt í rúm tvö ár, en nýlega tók hún Steinunn Kristín við sem kennari þar. Hún tekur að sér kennslu á Selfossi og nágrenni, en auk þess að sinna Jakkafatajóga þá kennir hún hefðbundna jógatíma í Jógablóminu sem hún rekur ásamt fleiri jógakennurum. Selfoss kemur fyrst inn á kortið Selfoss var fyrsta bæjarfélagið utan Reykjavíkur

Líkamsstaða sem breytir öllu

Líkamsstaða hefur áhrif á hugarfar og hugarfar hefur einnig áhrif á líkamsstöðu. Með reglulegri ástundun jóga má bæta útlit á einfaldan hátt með því að betrumbæta líkamsstöðuna. Í jógatímum teygjum við á vöðvum sem eru stífir og stuttir og styrkjum vöðva sem eru langir og linir. Þannig að smám saman breytum við líkamsstöðunni til hins betra, en lífsstíll okkar hefur

Ert þú í jafnvægi?

Jafnvægi er aðalinntak jóga. Orðið sjálft merkir: sameining eða að sameina. Iðkunin felst í að sameina og samræma hreyfingu og öndun, hugsun og aðgerð, styrk og liðleika. Þannig er unnið að jafnvægi á öllum sviðum. Það er jóga. Það er þó enn útbreiddur misskilningur að eingöngu sé einblínt á teygjuæfingar í jógatímum. Margir segja við mig að það þýði ekkert

Leiða hugann…

Að leiða hugann er einfalt, en ekki endilega auðvelt. Til einföldunar má segja að hugleiðsla sé ákveðið form einbeitingar þar sem við beinum athyglinni að einu atriði í ákveðinn tíma. Atriðið getur verið allt frá okkar eigin andardrætti yfir í sjónmyndanir. Öfugt við það sem margir halda, þá snýst hugleiðslan ekki um það að hugsa ekki neitt! Leiða hugann eins