Áhersla vikunnar ~ axlir
Axlir
Axlirnar okkar eru líklega sá líkamshluti sem kvartar einna fyrst við ranga líkamsstöðu.
En hvað er það sem hefur áhrif á axlirnar og er eitthvað sem við getum gert til að breyta því?
Við getum alltaf haft áhrif
Ég leyfi mér að fullyrða að líkaminn okkar er fullkomnasta tækið sem við fáum í hendurnar, hann gerir allt sem við viljum að hann geri. Bókstaflega!
Það er ýmislegt sem hefur áhrif á það hvernig okkur líður í kringum axlir og það er hægt að vinna sig til baka í rétta líkamsstöðu – ef þú vilt það.
- stífir, stuttir brjóstvöðvar
- langir veikir bakvöðvar
- lítil virkni í vöðvum sem styðja við hrygg
- lítil virkni í kviðvöðvum
- ójanfnvægi í mjaðmagrind
- stífir ökklar
Þessi upptalning segir þér kannski ekki mikið, en niðurstaðan er sú að allur líkaminn hefur áhrif á það hvernig þér líður í öxlum. Þannig má líkja öllum einingum líkamans við hlekki í keðju, og keðjan sjálf verður bara jafnsterk og veikasti hlekkur hennar.
Lesa meira um >>veika hlekkinn hérna<<
Viljinn vinnur hálfan sigur
Verkefnið framundan hljómar kannski yfirþyrmandi, en besta ráðið er að tækla vandamálið á sama hátt og þú myndir borða fíl.
Hvernig borðar maður fíl?
-einn bita í einu
Nú er tildæmis líklegt að þú sitjir í stól. Byrjaðu á því að rétta úr þér.
- settu báðar iljar í gólf
- finndu fyrir setbeinunum á stólsessunni
- reyndu að lengja hrygginn
- horfðu beint fram
- togaðu herðablöðin örlítið saman og niður
Velkomin/n í nýju uppáhalds stöðuna þína!
Finnst þér þú ekki sitja „rétt“ núna? Væri kannski ráð fyrir þig og hópinn þinn í vinnunni að fá aðstoð sérfræðings við að stilla borð og stóla og greina vinnuaðstöðuna?
Sjáðu þjónustuna okkar sem sjúkraþjálfari veitir og snýr að vinnuvistfræði og réttri líkamsbeitingu á starfsstöð,
Lestu meira um >>Vellíðan í starfi hérna<<
Finnst þér erfitt að sitja svona? Þá skaltu ekki halda stöðunni lengi. Settu lítinn gulan post-it miða á tölvuna þína með einhverskonar merki (Óli Prik, X, hjarta… eða bara hvað sem er) sem minnir þig á að rétta svona úr þér. Reyndu að gera þetta amk einu sinni á klukkustund. Þú hefur gríðarlega góð áhrif á líkamann og axlir með þessu einu.
Hreyfing, hreyfing, hreyfing
Þetta bara verður ekki sagt nógu oft! Til þess að losa um spennu í kringum axlir er nauðsynlegt að hreyfa svæðið og búa til blóðflæði. Það er helsta ástæðan fyrir þessu veseni í fyrsta lagi. Einföldu æfingarnar hérna koma þér ansi langt. Gerðu þær nú þegar, ég skora á þig!
- Þrýstu öxlum upp að eyrum 10X
- Horfðu yfir axlir 5X hvoru megin
- Leyfðu eyrunum að síga að öxlum 5X hvoru megin
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd. Myndband þessarar viku verður tileinkað hreyfingum fyrir axlir.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is