#ómetanlegt er komin á Amazon Kindle

Frægasta bókabúð í heimi?

Amazon er líklega þekktasta bókabúð í heimi, þar má finna óteljandi bókatitla frá öllum heimshornum og á allskonar tungumálum. Síðari tíma viðbót við bókabúðina eru svo rafbókarforritið Kindle og hljóðbókaforritið Audible.

Í síðustu viku varð bókin #ómetanlegt tveggja ára! En bókin er einfaldur leiðarvísir í núvitund fyrir önnum kafið nútímafólk. Ég er stundum spurð að því hvað núvitund sé eiginlega. Einfaldasta útskýringin er; að bæta athygli og einbeitingu í daglegu lífi. Að upplifa til fullnustu ákveðna stund, án þess að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni eða dvelja við orðinn hlut sem ekki fæst breytt.

Kindle útgáfa

Í kringum páskana gerðist sá skemmtilegi atburður að bókin #ómetanlegt komst ekki bara formlega í sölu á vefnum okkar hér í vefverslun Jakkafatajóga, heldur varð einnig til í Kindle útgáfu. Hún er því aðgengileg öllum þeim sem hafa Kindle appið og vilja lesa bækur þar. Hún fæst á Amazon og er nú bæði á íslensku og á ensku!

Nokkrar góðar bækur

Ef þú hefur gaman af bókinni #ómetanlegt, þá finnst þér kannski forvitnilegt að sjá lista yfir bækur sem hafa haft áhrif á höfund #ómetanlegt. Eygló Egils hefur tekið saman stuttan lista yfir bækur sem hafa haft áhrif á hana. Mögulega átt þú þér líka uppáhaldsbók á listanum? Kannski áttu eftir að eignast uppáhaldsbók af þessum lista? Smelltu hér fyrir neðan til að sjá listann.

Bók sem breytti lífi mínu.

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.