Opinn tími í Jakkafatajóga

Ég er að prófa mig áfram með kennslu á Jakkafatajóga tímum í gegnum forritið Zoom og vil bjóða þér að taka þátt í þessu tilraunaverkefni.

Ég vil bjóða þér með mér á skjáinn

Hvað ertu að gera á föstudagsmorgun kl. 10?
þú ert að koma í jóga með mér! Skráðu þig hér fyrir neðan 👇

Smelltu hér til að tryggja þér pláss 

Skjáumst!
-Eygló

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.