JakkaFjarJóga

Að finna leiðir

Þegar ytri aðstæður ýta í þig, er ekkert víst að það verði neitt þægilegt. Það er svo miklu betra að fá að taka stefnubreytingar af sjálfdáðum, í stað þess að láta umhverfið ýta í sig.

Í tilfelli Jakkafatajóga var stefnan þegar skýr, en við höfðum hingað til ekki haft neina ríkjandi ástæðu til að taka skrefið. Hins vegar var fullt af efni tilbúið og stefnan sæmilega mótuð, þó að hún hafi alls ekki verið fullmótuð.

Frá upphafi samkomubanns hefur það verið áskorun fyrir okkur að sinna þjónustu eins og við höfðum verið að bjóða upp á hana fram að því. Við höfum verið að fara inn í fyrirtæki á vinnutíma og leiða stutta jógatíma. Bara í Reykjavík vorum við þrjár sem sinntum fjöldanum öllum af hópum sem hættu nánast öll í áskrfit yfir nótt.

Það var auðvitað áfall fyrir reksturinn. En þegar straumar breytast, þá þýðir ekkert að stoppa, heldur verður bara að haga seglum eftir vindi. Eins og svo mörg önnur fyrirtæki hafa verið að gera undanfarinn mánuðinn.

JakkaFjarJóga

Við búum svo vel að hafa unnið með mydbönd reglulega yfir síðustu tvö ár, það að vinna með jógatíma í gegnum netið var því ekkert nýtt fyrir okkur. Tækninni hefur einnig fleygt fram og við nánari athugun þá vorum við með tvær vörur sem við gátum boðið viðskiptavinum okkar upp á. Við köllum þennan vöruflokk: Jakkafjarjóga:

  • Aðgangur að æfingabanka 
    hefur að geyma ýmis myndbönd frá Jakkafatajóga, bæði hefðbundna tíma sem eru um 20 mín. En einnig styttri myndbönd sem innihalda áherslu á ákveðin svæði. Myndböndin eru varin afspilun með lykilorði, en hægt er að sjá yfirlit myndbanda með því að smella hér.
  • Jógatímar í beinni útsendingu 
    í gegnum forritið zoom. Við áttuðum okkur nefninlega fljótt á því að fyrirtæki vildu áfram halda í hópeflið sem tímarnir okkar höfðu veitt. Og hópeflið kemur sérstaklega vel núna, þegar fólk hittist ekki lengur við kaffivélina í sama mæli og áður þar sem margir vinna nú heiman frá sér.

Það besta

Það besta við þetta allt saman er að nú getur þú gengið frá kaupum hér beint af vefnum!

Viltu smella þér á æfingabankann? Frábært, þú færð sendan link og lykilorð á myndböndin strax við kaup.

Viltu bóka kennslu í beinni? Frábært, bókaðu tíma í dag og fáðu kennslu á morgun.

Allar nánari upplýsingar fást í vefverslun okkar, smelltu hér. Einnig má alltaf senda tölvupóst á info@jakkafatajoga.is ef þú vilt senda á okkur fyrirspurn.

Góðar stundir
-Eygló Egils

Smelltu hér til að fara í vefverslun Jakkafatajóga. 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.