Slökunarjóga með Eygló

Slökun með Eygló

Við erum svo dugleg í að virkja, spenna og nota líkamann í daglegu lífið að það er orðin raunveruleg áskorun fyrir okkur að slaka á – án þess að sofna. Markmiðið með slökun er ekki að sofna, það er samt allt í lagi. Það bendir til þess að líkaminn þurfi svefn og það er GOTT að veita líkamanum það sem hann þarf.

Í þessum tímum er markmiðið að hreyfa sig mjúklega, hlusta á líkamann og leyfa sér að sleppa taki á öllum öðrum verkefnum rétt á meðan.

Á meðan slökuninni stendur gengur Eygló á milli allra í salnum og gefur hverjum og einum herðanudd. Það dýpkar slökun og eykur vellíðan, ef einhver vill alls ekki fá herðanudd er sjálfsagt að verða við því. Handtökin sem Eygló notar lærði hún í Thailandi og þau eru hluti af Thai massage meðferðinni sem hún veitir. Lestu meira um thai nudd hérna.

Markmiðið með þessari slökun, er alltaf að allir fari og endurnærðir heim eftir tímann.

slökun

Tíminn sjálfur:

  • 20 mín notalegar, liðkandi æfingar
  • 10 mín öndunaræfingar
  • 30 mín slökun

Undirbúningur fyrir slökun:

  • Bókaðu og borgaðu dýnu hér á vefnum.
  • Tímar eru ekki endurgreiddir.
  • Vertu tímanlega og komdu a.m.k. 10 mínútum fyrir tímann.  Þannig geturðu komið þér fyrir án þess að vera í stressi.
  • Þú þarft ekki að koma með neitt, jógadýnur og allur búnaður er á staðnum.
  • Vertu í þægilegum fötum sem hefta ekki hreyfingu þína, þannig nýturðu þín best á jógadýnunni.
  • Vertu vel klædd/ur með góða yfirhöfn og hlýja húfu, vettlinga og þægilega skó  – svo þú getir dúðað þig á leiðinni heim. Þannig heldurðu lengur í góðu og notalegu slökunartilfinninguna.

Næsti tími:

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.