Bækur sem hafa breytt lífi mínu

Bækur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa og finnst fátt betra en góð bók til að víkka vitundarsviðið. Um leið má vonandi læra eitthvað nýtt.

Nú er tæknin orðin svo frábær að bækur má nú nálgast í fleiri formum en bara þessu gamla góða. Nú er hægt að hlusta á bækur og taka þær með hvert á land sem er í símanum með kindle appinu frá Amazon. 

Bækur til ýmissa nota

Bækur eru hafa allskonar tilgang, á meðan sumar eru ætlaðar til dægrastyttingar, þá eru aðrar til þess að læra af.

Ég er mjög þakklát fyrir bækurnar sem hafa breytt stefnu minni í lífinu á einn eða annan hátt. Ég tók því samann lítinn lista yfir þau eintök sem hafa breytt lífinu mínu í þeirri von að fleiri hefðu not af upptalningunni. Við hverja bók má finna umsögn frá mér og ef þú smellir á myndina af bókinni leiðir smellurinn þig beint inn á það eintak í vefverslun Amazon.

Hér er listinn minn yfir bestu bækurnar. 

Njótið vel,
Eygló

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.