Áhersla vikunnar ~ háls

Háls fær alla athyglina í þessari viku, það þarf að gæta vel að hreyfingum á hálsi og stefna á mildar og mjúkar hreyfingar, en ekki þrýsta eða þröngva sér í djúpar teygjur.

Einn vinsælasti pistill fyrr og síðar á þessari síðu er einmitt pistill sem var skrifaður um hálshreyfingar, og hvet ég áhugasama til að renna yfir hann líka.

Lesa meira um heilbrigðar hálshreyfingar  >>hérna<<

Hreyfingar fyrir háls með gát

 

Það er alltaf gott að hreyfa líkamann, en höfum í huga að hálsinn getur verið viðkvæmur.

Gott er að byrja rólega og kanna í rólegheitum hvar mörkin þín liggja. Prófaðu endilega að hreyfa í allar áttir, ekki pína þig í hreyfingu ef þú færð verk.

Stoppaðu frekar og byrjaðu upp á nýtt.

Þegar þú þekkir takmörk þín vel er hægt að leyfa sér að nudd jafnvel hálsinn og fara í örlítið dýpri teygjur með aðstoð handahreyfinga.

Allt hitt

Nærliggjandi svæði í líkamanum hafa mikið um það að segja hvernig okkur líður í hálsinum.

Sú staða sem þú heldur á meðan þú situr hefur knanski mest áhrif, vegna þess að sitjum svo mikið.

Reyndar hefur því verið fleygt fram að meðalmanneskja sitji í um 80% af sínum vökutíma! – Og ekki halda að þú sért undanskilin/n! Prófaðu til dæmis að telja saman klukkustundirnar sem þú situr í vinnunni + bílnum + matarborðið + sófinn + …. þetta er efni í annan pistil 🙂

Hvar á að byrja

(ég geri bara ráð fyrir því að þú sitjir)

  1. Réttu úr bakinu
  2. Hafðu báðar iljar í gólfi
  3. Horfðu fram
  4. Andaðu djúpt
  5. þegar þú ert tilbúin/n byrjaðu þá varlega að hreyfa háls fram/aftur, til beggja hliða og í snúning
  6. Taktu þinn tíma og finndu muninn á milli hægri og vinstri hliða í hálsinum

 

Svo ef þú vilt gera dýpri hreyfingar með mér, þá skaltu stilla á Facebook á fimmtudaginn

Þar verð ég LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.

Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.

jafnvægi

 

Viltu meira?

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað jafnvægisæfingum. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<<

Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

 

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.