Áhersla vikunnar ~ háls
Háls fær alla athyglina í þessari viku, það þarf að gæta vel að hreyfingum á hálsi og stefna á mildar og mjúkar hreyfingar, en ekki þrýsta eða þröngva sér í djúpar teygjur.
Einn vinsælasti pistill fyrr og síðar á þessari síðu er einmitt pistill sem var skrifaður um hálshreyfingar, og hvet ég áhugasama til að renna yfir hann líka.
Lesa meira um heilbrigðar hálshreyfingar >>hérna<<
Hreyfingar fyrir háls með gát
Það er alltaf gott að hreyfa líkamann, en höfum í huga að hálsinn getur verið viðkvæmur.
Gott er að byrja rólega og kanna í rólegheitum hvar mörkin þín liggja. Prófaðu endilega að hreyfa í allar áttir, ekki pína þig í hreyfingu ef þú færð verk.
Stoppaðu frekar og byrjaðu upp á nýtt.
Þegar þú þekkir takmörk þín vel er hægt að leyfa sér að nudd jafnvel hálsinn og fara í örlítið dýpri teygjur með aðstoð handahreyfinga.
Allt hitt
Nærliggjandi svæði í líkamanum hafa mikið um það að segja hvernig okkur líður í hálsinum.
Sú staða sem þú heldur á meðan þú situr hefur knanski mest áhrif, vegna þess að sitjum svo mikið.
Reyndar hefur því verið fleygt fram að meðalmanneskja sitji í um 80% af sínum vökutíma! – Og ekki halda að þú sért undanskilin/n! Prófaðu til dæmis að telja saman klukkustundirnar sem þú situr í vinnunni + bílnum + matarborðið + sófinn + …. þetta er efni í annan pistil 🙂
Hvar á að byrja
(ég geri bara ráð fyrir því að þú sitjir)
- Réttu úr bakinu
- Hafðu báðar iljar í gólfi
- Horfðu fram
- Andaðu djúpt
- þegar þú ert tilbúin/n byrjaðu þá varlega að hreyfa háls fram/aftur, til beggja hliða og í snúning
- Taktu þinn tíma og finndu muninn á milli hægri og vinstri hliða í hálsinum
Svo ef þú vilt gera dýpri hreyfingar með mér, þá skaltu stilla á Facebook á fimmtudaginn
Þar verð ég LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.
Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.
Myndband þessarar viku verður tileinkað jafnvægisæfingum. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is