Áhersla vikunnar ~ andlit og augu

Augnæfingar eru eitthvað sem fæstum dettur í hug að gera. Og þó, eru þetta mikilvægar æfingar í umhirðu og þjálfun augna.

Augnæfingar hægja á öldrun augna

Reglulegar augnæfingar hægja á öldrun augna. Það er þó ekki þar með sagt að þessar æfingar muni forða þér frá því að þurfa gleraugu seinna meir, en þær munu að öllum líkindum seinka þörfinni.

augnæfingar

Sjón er eitt af því fyrsta …

…sem við töpum þegar aldurinn færist yfir.

En eins og alllt annað sem við ekki notum, þá getur eiginleikinn líka horfið hjá okkur, þó við séum ung.

if you don’t use it, you lose it

Við sem störum á tölvuskjá allan daginn erum líka í hættu á sjónskerðingu.

Augun eru hönnuð til að horfa stutt og langt, vítt og breitt og sú vitneskja er einmitt það sem við byggjum augnæfingar á.

Augnæfing 1

  • Nú er líklegt að þú horfir á tölvuskjáinn (eða símann) – þú getur líka horft á þumalinn
  • Horfðu nú uppfyrir skjáinn, á einhvern punkt sem er eins langt í burtu og þú nærð að sjá og halda fókus í 3-5 sek
  • Horfðu svo aftur á skjáinn í 3-5 sek
  • endurtaktu 5 x

Augnæfing 2

  • Nú skaltu bara hreyfa augun og ekki höfuðið
  • Horfðu til hægri eins langt og þú getur í 3-5 sek
  • Horfðu til vinstri eins langt og þú getur í 3-5 sek
  • endurtaktu 5 x

Vertu með í hreyfingunni

Byrjaðu á því að horfa á mig LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.

Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.

jafnvægi

 

Viltu meira?

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingu vikunnar. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<<

Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.