Hugleiðing ~ Dropinn
Hugleiðing vikunnar
Þetta er nýr þáttur á blogginu hjá okkur hjá Jakkafatajóga, en um langa hríð höfum við haft á verkefnalistanum okkar að leggja ákveðna hugleiðingu vikunnar inn hjá iðkendum okkar. Nú ætlum við að prófa að hleypa ykkur öllum örlítið nær okkur með því að leggja hugleiðinguna líka út á vefinn. Þá er líka auðveldara að rifja hana upp og gera hana oftar. Við reynum að hafa þetta eins einfalt og hnitmiðað og hægt er hverju sinni.
Dropinn í hafinu – hafið í dropanum
Í síðustu viku snerist hugleiðing vikunnar um þakklæti í garð okkar sjálfra.
Lesa meira um hugleiðingu síðustu viku hér: Þín vellíðan, þín ábyrgð
Hugleiðing vikunnar í þetta sinn er ætluð til að auka þakklæti í stærra samhengi en til okkrar sjálfra. Markmiðið er að vekja til umhugsunar þá þætti sem allt fólk á sameiginlega. Við erum líkari hverju öðru innst inni, jafnvel líkari en við kærum okkur um að viðurkenna!
Innst inni erum við öll eins í grunninni og öll að leita að því sama; öryggi, samskiptum og hamingju.
Með vísan í millifyrirsögnina, þá táknar hafið mannfjöldann allan en dropinn táknar þig. Dropinn er úr hafinu og hefur eitthvað úr hafinu í sér, en endurspeglar ekki allt hafið í heild sinni. Það er samt eitthvað af hafinu í hverjum einasta dropa.
Á þennan hátt erum við einnig öll lík, en ekki að öllu leiti.
Stutt æfing
Þú getur gert þessa æfingu hvar og hvenær sem er, jafnvel í strætó eða á biðstofunni hjá lækninum!
- hallaðu augunum aftur
- dragðu djúpt andann og andvarpaðu
- leiddu hugann að 1-3 jákvæðum atriðum hjá þér
- leiddu hugann að jákvæðum atriðum hjá fólkinu sem er í kringum þig akkúrat núna
- leiddu hugann að jákvæðum atriðum hjá fólki sem þú þekkir en er fjarri akkúrat núna
- leiddu hugann aftur að þér
- dragðu djúpt að þér andann og andvarpaðu
- opnaðu augun
Láttu mig endilega vita hvernig gengur!