#ómetanlegt er komin á Amazon Kindle
Frægasta bókabúð í heimi?
Amazon er líklega þekktasta bókabúð í heimi, þar má finna óteljandi bókatitla frá öllum heimshornum og á allskonar tungumálum. Síðari tíma viðbót við bókabúðina eru svo rafbókarforritið Kindle og hljóðbókaforritið Audible.
Í síðustu viku varð bókin #ómetanlegt tveggja ára! En bókin er einfaldur leiðarvísir í núvitund fyrir önnum kafið nútímafólk. Ég er stundum spurð að því hvað núvitund sé eiginlega. Einfaldasta útskýringin er; að bæta athygli og einbeitingu í daglegu lífi. Að upplifa til fullnustu ákveðna stund, án þess að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni eða dvelja við orðinn hlut sem ekki fæst breytt.
Kindle útgáfa
Í kringum páskana gerðist sá skemmtilegi atburður að bókin #ómetanlegt komst ekki bara formlega í sölu á vefnum okkar hér í vefverslun Jakkafatajóga, heldur varð einnig til í Kindle útgáfu. Hún er því aðgengileg öllum þeim sem hafa Kindle appið og vilja lesa bækur þar. Hún fæst á Amazon og er nú bæði á íslensku og á ensku!
Nokkrar góðar bækur
Ef þú hefur gaman af bókinni #ómetanlegt, þá finnst þér kannski forvitnilegt að sjá lista yfir bækur sem hafa haft áhrif á höfund #ómetanlegt. Eygló Egils hefur tekið saman stuttan lista yfir bækur sem hafa haft áhrif á hana. Mögulega átt þú þér líka uppáhaldsbók á listanum? Kannski áttu eftir að eignast uppáhaldsbók af þessum lista? Smelltu hér fyrir neðan til að sjá listann.
Bók sem breytti lífi mínu.