Áskorun vikunnar: Heilbrigðar hálshreyfingar

Hálshreyfingar

Axlir og háls eru oft vandræðasvæði hjá fólki. Almennt vegna þess að þetta er meðal stífustu og köldustu svæðanna hjá okkur

  • Við erum yfirleitt lítið klædd á þessu svæði
  • Vöðvaójafnvægi er til staðar
  • Spenna leitar upp í axlir
  • Kalt loftslag fær okkur til að þrýsta öxlum upp að eyrum

Líkaminn kallar oft á hreyfingar á þessu svæði, og við finnum líklega öll fyrir því að hafa þörf fyrir að teygja á hálsi. Þó er gott að hreyfa axlar- og hálssvæði vel áður en farið er inn í teygjur

Skref fyrir skref

Þessar æfingar getur þú gert sitjandi eða standandi. Byrjaðu alltaf á því að mynda hita áður en þú ferð að teygja

1. Mynda hita

Best er að byrja á hreyfingum sem mynda hita og eykur blóðflæði á svæðinu. Því það sem hrjáir okkur einna helst er minnkað blóðflæði sem veldur stífleika og óþægindum.

Góða grein um vöðvabólgu hérna: vöðvabólga er ekki bólga

Hvernig myndum við hita?

Með einföldum hreyfingum, til dæmis:

  • Lyfta öxlum upp og slaka niður til skiptis nokkrum sinnum
  • Snúa öxlum í hringi í báðar áttir

hálshreyfingar

3. Mildar teygjur

Hafa skal í huga að aldrei er gott að fara inn í mjög djúpar teygjur fyrir háls, jafnvel þó við séum búin að hita upp með hálshreyfingum.

 

En næstu tvær æfingar er gott að gera strax á eftir upphitunarhreyfingunum. Höfum í huga að við viljum alltaf halda andardrættinum jöfnum og þægilegum.  Um leið og þú heldur inni í þér andanum eða rembist, er það merki um að þú ert komin/n aðeins of langt inn í stöðuna miðað við líkamlega getu dagsins í dag.

Berum virðingu fyrir ástandi líkamans og gerum æfinguna eins og okkur þykir best.

3. Hliðarteygja

Haltu teygjunni í 2-3 andardrætti og skiptu svo um hlið. Ekki skal þrýsta sér djúpt inn í teygjuna og passa að axlir séu slakar.

hálshreyfingar

 

4. Snúningur

Haltu teygjunni í 2-3 andardrætti og skiptu svo um hlið. Ekki skal þrýsta sér djúpt inn í teygjuna og passa að axlir séu slakar.

hálshreyfingar

 

Nú er komið að þér!

Hálshreyfingar eins og allar æfingar, skilar mestum árangri ef þú framkvæmir hana reglulega. Best er að gera æfinguna daglega og langbest er að tengja æfinguna við eitthvað sem þú gerir nú þegar. Eitthvað sem er nú þegar partur af þínum venjum.

 

Ég skora á þig að standa upp núna og framkvæma þessa einföldu æfingu. Allt sem þarf til er vilji og nokkur andartök!

Það er bara til eitt  eintak af þér. Farðu vel með það.

Aðstoð?

Viltu fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða komdu í jóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.