Áskorun vikunnar: Axlarsnúningar

Axlarsnúningar

Við erum líklega flest vel meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa axlirnar, enda er það oftar en ekki fyrsti staðurinn sem byrjar að kvarta við ranga líkamsstöðu. En afhverju verður þetta svæði svo oft svona viðkvæmt og hvað er það sem gerir það svona erfitt að vinna á?

Vöðvaójafnvægi og lítil hreyfing

Það sem oftast veldur óþægindum á axlarsvæðinu er gríðarlegt vöðvaójafnvægi og takmörkuð hreyfing. Það besta sem við getum gefið þessu stífa og kalda svæði er að hreyfa það. Mikið!

Vöðvaójafnvægið

er tilkomið vegna þess að vöðvarnir framan á líkamanum (í þessu tilviki: brjóstvöðvar) eru mun sterkari en bakvöðvar og toga því axlirnar fram. Við hvert tækifæri ætti að reyna að vinna á þessu ójafnvægi með æfingum.

Lítil hreyfing

veldur því að það er lítið blóðflæði í gegnum vöðvana á þessu svæði. Blóðflæði er það fyrsta (og líklega það einfaldasta) sem við ættum að hugsa um til að vinna á svokallaðri vöðvabólgu. En vöðvabólga er ekki beilínis bólga, heldur spennuhnútar inni í vöðvum sem þurfa hjálp til að losna.

>>lestu meira um afhverjuvöðvabólga er ekki bólga, hér<<

Aukið blóðflæði, hvort sem það er vegna hreyfingar, nudds eða hita- og kælimeðferðar, ætti að vera fyrsta meðalið.

Hvernig

Þessa æfingu er hægt að gera sitjandi, en leiðbeiningarnar hér fyrir neðan miðast við standandi stöðu – flest sitjum við allt of mikið hvort sem er

  • mjaðmabil á milli fóta
  • handleggir út til hliða í axlarhæð
  • snúðu báðum öxlum niður(fráöndun)
  • snúðu báðum öxlum upp(innöndun)
  • til að stækka áhrif hreyfingarinnar getur þú hreyft höfuðið samhliða snúningunum

axlarsnúningar

axlarsnúningar

axlarsnúningar

 

Nú er komið að þér!

Það er upplagt að gera þessa hreyfingu á morgnana þegar þú stendur upp úr rúminu og teygir úr þér.

Ertu í stuði núna? Axlarsnúningar eiga alltaf við og óþarfi að bíða fram á næsta morgun!

Líklega situr þú núna og það er auðvelt að gera þessar hreyfingar í sitjandi stöðu. Bæði æfingarnar fyrir ökkla og úlnliði.

Á miðvikudagsmorgun kl 09 verður svo bein útsending frá Jakkafatajóga á Facebook!  Þar förum við í þessar æfingar saman á innan við 5 mínútum.

Ekki missa af því. Horfðu í beinni eða þegar þér hentar.  >>Kíktu á Facebook síðu Jakakfatajóga hérna<<

Það er bara til eitt  eintak af þér. Farðu vel með það.

Aðstoð?

Viltu fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða komdu í flæðijóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.