Sitjandi slökun í stól

Slökun á aðventunni

Við erum líklega flest meðvituð um mikilvægi nætursvefns. En hvaða merkingu hefur slökun í þínum huga?

Tilgangur slökunarinnar er ekki að sofna, en ef þú sofnar, þá sakar það ekki. Það þýðir þá bara að þú þarft meiri svefn og það er gott að gefa líkamanum það sem hann þarf á að halda.

Að hægja á …

Í aðdraganda jóla er oftar en ekki mikið um að vera og allskonar verkefni sem skjóta upp kollinum. Hefðir og venjur eru gjarnan hafðar í hámarki og allt á að vera fullkomið þegar jólín ganga í garð.

Í öllum æsingnum er gott að kunna að slaka á, tappa af á kerfinu hjá sér og það þarf ekkert að taka mjög langan tíma. Slökun sem þessi, þó hún sé stutt, þá hefur hún gríðarlega góð áhrif á allan líkamann og eykur vellíðan.

Slökun í stól

Þessi æfing tekur innan við 5 mínútur. Gættu þess að þú hafir næði og ef þú heldur að þú sofnir, þá skaltu stilla vekjara!

Komdu þér þægilega fyrir í stól og fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja slökunaræfingunni – smelltu á myndina eða >>hérna<<

slökun

 

Nú er komið að þér!

Það er upplagt að gera þessa slökun á miðjum degi. Komdu þér fyrir í skrifstofustólnum og gættu þess að fá ekki truflun í ca 2-3 mínútur á meðan þú leyfir þér að slaka.

Á miðvikudagsmorgun kl 09 verður svo bein útsending frá Jakkafatajóga á Facebook!  Þar förum við í þessar æfingar saman á innan við 5 mínútum.

Ekki missa af því. Horfðu í beinni eða þegar þér hentar.  >>Kíktu á Facebook síðu Jakakfatajóga hérna<<

Það er bara til eitt  eintak af þér. Farðu vel með það.

Aðstoð?

Viltu fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða komdu í flæðijóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.