Áhersla vikunnar ~ andlit og augu
Augnæfingar eru eitthvað sem fæstum dettur í hug að gera. Og þó, eru þetta mikilvægar æfingar í umhirðu og þjálfun augna.
Augnæfingar hægja á öldrun augna
Reglulegar augnæfingar hægja á öldrun augna. Það er þó ekki þar með sagt að þessar æfingar muni forða þér frá því að þurfa gleraugu seinna meir, en þær munu að öllum líkindum seinka þörfinni.
Sjón er eitt af því fyrsta …
…sem við töpum þegar aldurinn færist yfir.
En eins og alllt annað sem við ekki notum, þá getur eiginleikinn líka horfið hjá okkur, þó við séum ung.
if you don’t use it, you lose it
Við sem störum á tölvuskjá allan daginn erum líka í hættu á sjónskerðingu.
Augun eru hönnuð til að horfa stutt og langt, vítt og breitt og sú vitneskja er einmitt það sem við byggjum augnæfingar á.
Augnæfing 1
- Nú er líklegt að þú horfir á tölvuskjáinn (eða símann) – þú getur líka horft á þumalinn
- Horfðu nú uppfyrir skjáinn, á einhvern punkt sem er eins langt í burtu og þú nærð að sjá og halda fókus í 3-5 sek
- Horfðu svo aftur á skjáinn í 3-5 sek
- endurtaktu 5 x
Augnæfing 2
- Nú skaltu bara hreyfa augun og ekki höfuðið
- Horfðu til hægri eins langt og þú getur í 3-5 sek
- Horfðu til vinstri eins langt og þú getur í 3-5 sek
- endurtaktu 5 x
Vertu með í hreyfingunni
Byrjaðu á því að horfa á mig LIVE á Facebook síðu Jakkafatajóga á fimmtudaginn kl 10:00.
Smelltu við LIKE á síðuna og fáðu meldingu þegar ég fer í loftið.
Viltu meira?
Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.
Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingu vikunnar. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.
>>Finndu okkur á Facebook hérna<<
Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is