Æfingar fyrir axlir & vikuleg hugleiðing

Axlir ~ upphitun

Axlir eru yfirleitt fyrsti líkamshlutinn til að kvarta undan lélegri líkamsbeitingu.

Í stað þess að byrja strax að teygja á köldum vöðvunum, byrjaðu á að hita svæðið með hreyfingu.

  • Lyftu öxlum upp að eyrum og slakaðu niður.
  • Hreyfðu axlir í hringi í báðar áttir.
  • Snúðu varlega upp á háls með því að horfa yfir axlirnar til skiptis.
  • Leyfðu eyrum að síga í átt að öxlunum til skiptis.
  • Leyfðu höku að síga í átt að bringu og hallaðu höfði varlega aftur.

axlir

Axlir ~ teygjur & nudd

Með því að hreyfa svæðið eins og lýst er hér að ofan hefur þú komið blóðflæðinu af stað í vöðvunum,  en skortur á því er ein stærsta orsök verkja og vanlíðunar.

Þegar þú hefur hitað upp er óhætt að fara inn í mildar teygjur, reyndu að hafa andardráttinn alltaf áreynslulausan og flæðandi.

Ef þú heldur inni í þér andanum inni í teygju eða æfingu, er líklegt að þú sért að þrýsta þér of langt miðað við það sem líkaminn þarf núna. Gefðu þér smá slaka.

Ef þú heldur að þú þurfir meiri aðstoð við að ná óþægindunum úr þér, þá er upplagt að fá aðstoð nuddara.

Lestu meira um nuddarana okkar hérna: Allt um vinnustaða-nuddið okkar.

 

Andaðu

 

Ekki gleyma því að anda djúpt. Ef þú upplifir eitthvað sem stóra hindrun, þá er það kannski tækifæri til að læra eitthvað nýtt.

Ef einhver óskar sér til dæmis meiri þolinmæði, þá er ólíklegt að viðkomandi vakni þannig einn daginn. 

Hins vegar er líklegra að viðkomandi komi auga á tækifæri til að þroska með sér þolinmæði. Stundum felst tækifærið í verkefni sem gæti reynt á. Og akkúrat þar liggja töfrarnir og mesti lærdómurinn.

 

 

Viltu meira?

Fylgdu Jakkafatajóga á Facebook, því á hverjum fimmtudegi kl 10 setjum við inn stutt myndband með þægilegum æfingum til að gera við skrifborðið, eða í eldhúsinu, eða hvar sem þú ert staddur/ stödd.

Myndband þessarar viku verður tileinkað æfingum fyrir axlir. Vertu með okkur og farðu endurnærð/ur inn í restina af deginum.

>>Finndu okkur á Facebook hérna<<

Þú getur einnig alltaf >>haft samband hér<< eða sent tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.