Hugleiðsla

7 ávinningar hugleiðslu

Hugleiðsla er ævaforn tækni sem á uppruna sinn á Indlandi. Hugleiðsla er upphaf allrar jógaiðkunar og allar jógaæfingar sem hafa þróast í gegnum tíðina. Hér fyrir neðan eru  7 ávinningar hugleiðslu listaðir upp. Ef þú hefur efast um gildi og tilgang hugleiðslu, þá verður efanum nú vonandi eytt.  En hvernig hefur hugleiðsla áhrif á okkur og hvaða mögulega ávinninga gæti

Falin friðsæld

Falin friðsæld er falin í hefðbundnum jógatíma, jafnvel þó hann láti ekki mikið yfir sér. Margir þeirra sem leggja leið sína í fyrsta jógatímann sækjast helst eftir því að bæta líkamlega heilsu. Og það er sannarlega fjölbreytt úrval jógatíma í boði. Allt frá mjúkum kundalini jóga tímum yfir í sveitta og krefjandi hot jóga tíma í sjóðheitum sal. Það kann

Hafðu áhrif á streituna

Það er auðvelt að hrífast með í hraða nútímalífs. Áreiti er um allt og atriðin ótalmörg sem grípa athygli okkar frá því sem skiptir máli og því sem við ættum að beina athyglinni að. Við eigum það til að detta í gryfju fjölverkavinnslu (e. multitasking) sem gerir okkur mjög upptekin, en það að vinna verkin skilar ekki endilega miklum árangri

Leiða hugann…

Að leiða hugann er einfalt, en ekki endilega auðvelt. Til einföldunar má segja að hugleiðsla sé ákveðið form einbeitingar þar sem við beinum athyglinni að einu atriði í ákveðinn tíma. Atriðið getur verið allt frá okkar eigin andardrætti yfir í sjónmyndanir. Öfugt við það sem margir halda, þá snýst hugleiðslan ekki um það að hugsa ekki neitt! Leiða hugann eins