Thai nudd – „Jóga fyrir hvíta lata manninn“

Thai nudd, eða einstaklingsmeðferð í jóga er eitthvað sem mér hefur alltaf þótt spennandi og skemmtilegt viðfangsefni. Þess vegna fór ég í námsferð til Thailands árið 2011 og lærði það sem kallast Jóganudd eða Thai Yoga Massage.

Sá sem kaupir sér svona tíma hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma, en jógakennarinn sér um að færa viðkomandi til, hreyfa hann inn í og út úr jógastöðum og teygja á honum í leiðinni.

Thai nuddið fyrir þá ríku…

Thailendingarnar sem ég kynntist, gerðu reyndar góðlátlegt grín að þessum einkatímum með því að kalla þá „jógatíma fyrir hvíta lata manninn“, því í þeirra heimkynnum voru það helst ríkir ferðamenn sem sóttu í þessa einkatíma.

thai nudd

Tilgangur þessara einkatíma er sá sami og með annarri jógaiðkun; að auka vellíðan og bæta heilsu. Með aðstoð jógakennarans og markvissri öndun er hægt að komast dýpra í teygjur en áður. Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga.

Thai nudd Nú hef ég opnað fyrir bókanir á svona tímum hjá mér, en ég er með aðstöðu í hlýlegu húsnæði Olíulindarinnar við Vegmúla 2 þar sem ég tek á móti fólki í einkatíma í jóga. Við notum stóra jógadýnu og höfum gott gólfpláss. Nóg af púðum og teppum til að aðstoða við slökun og gera upplifunina sem besta fyrir viðtakandann.

Allar upplýsingar og skráning: eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló Egils
Jógakennari
ÍAK einkaþjálfari

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.