Banana- og eggjabollur jógans
Ég set þessa uppskrift hingað inn í tilefni bolludags, enda eru þetta nokkurskonar bollur eða bollakökur. Þessar bollur eiga hins vegar alltaf við, allt árið og duga vel í morgunmat, millimál eða eftirrétt. Þær henta gríðarlega vel sem nesti á milli jógatíma hjá mér.
Mæli eindregið með þessum fyrir alla aldurshópa.
Banana- og eggjamúffur:
Undirbúningstími: 5 mín
Innihald:
- 1 banani
- 2 egg
- 1-2msk kanill (má sleppa)
Aðferð:
- hræra eggin saman þartil létt
- stappa bananann
- blanda banananum samanvið eggin
- hella í muffinsform (sílíkon eða slíkt, ekki pappa). Passar vel í 6 form
- baka ca 15 mín
Njótið vel!