Samstarf við Happy Hips

Samstarf við hina aðila sem geta fært heilsurækt inn á vinnustaði hefur alltaf verið á radarnum hjá okkur. Við hjá Jakkafatajóga erum sífellt að leita leiða til að auðvelda hverjum sem er að sinna nauðsynlegu líkamlegu viðhaldi í dagsins önn.

Við höfum skilning á því að ekki allir hafa tíma til að mæta sérstaklega í ræktina yfir ákveðið tímabil í lífinu, jafnvel þó margir spennandi möguleikar séu í boði.

Við sérhæfum okkur í að færa heilsuræktina inn í daglega lífið – og inn í vinnutímann. Nú bjóðum við upp á jógatíma, nuddtíma og nú ….

Samstarf við Happy Hips

kynnum við með stolti samstarf við Happy Hips. Í tímum Happy Hips eru notaðir sérstakir boltar við að nudda spennu og vöðvaþreytu úr líkamanum. Búið er að þróa sérstaka tækni sem er einstaklega áhrifarík og einföld í framkvæmt fyrir hvern sem er.

Samstarf við Happy Hips

Á sama hátt og jógatímar í fyrirtækjum á vinnutíma, henta Happy Hips boltatímarnir einnig vel til að brjóta upp daginn á heilbrigðan hátt.

Nánar um Happy Hips: www.happyhips.is

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar: eyglo@jakkafatajoga.is