Jakkafatajóga og Happy hips

Við hjá Jakkafatajóga reynum í sífellu að breikka þjónustuúrvalið okkar. Núna erum við komin í gott samstarf við Happy hips. Við lítum á þetta sem fullkomna viðbót við þjónustuna sem nú þegar til staðar. Okkar markmið er að færa heilsueflinguna inn í daglega rútinu og teljum ein ein besta leiðin til að ná því markmiði er að gera einfalda hluti á vinnutíma sem bæta heilsu og líðan.

 

Jakkafatajóga og Happy hips boltatækni

 

Jakkafatajóga tímarnir okkar veita starfsfólki tækifæri á vinnudegi til þess að hreyfa sig á meðvitaðan og hollan hátt. Við færum núvitund og líkamsvitund inn í vinnudaginn með þessum hætti.

Happy hips tímarnir ganga út á sjálfsnudd með litlum boltum á stærð við tennisbolta. Boltarnir eru notaðir til að nudda stífustu svæðin í líkamanum.Í fyrirtækjaútgáfunni af tímunum er einblínt á axlir, efra bak og handleggi.

Í öllum tilfellum erum við að bjóða upp á 20 mín tíma sem smellpassa í kaffipásuna. Enginn þarf að skipta um föt eða fara út úr húsi, þannig að truflun á vinnutíma er í algjöru lágmarki.

Jakkafatajóga og Happy hips

Gamalt og nýtt

 

Með því að nota ævaforna tækni og speki úr jógaheiminum og þessa nýju aðferð við boltanudd má ná fram betri liðleika og bættri líðan.

 

Nú er hægt að bókta Happy hips tíma á vefnum hjá okkur. Þú ferð einfaldlega inn á bókunarvefinn og velur tíma fyrir starfsmannahópinn þinn. Bóka hér: Bóka tíma: Happy Hips

Jakkafatajóga og Happy hips

Við bjóðum einnig upp á tilboðspakka, þar sem hægt að kaupa saman tíma í Jakkafatajóga og tíma í boltatækni Happy hips. Tvennskonar tilboðspakkar eru í boði: 1 mánuður / 3 mánuðir.

Nánar um tilboðin hér.

 

Teygðu þig í átt að betri líðan með okkur! 

Hafðu samband strax í dag eða sendu póst: eyglo@jakkafatajoga.is

Jakkafatajóga og Happy Hips

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.