Villi nudd og Jakkafatjóga

Villi nudd og Jakkafatajóga

 

Þegar við hjá Jakkafatajóga hófum samstarf við Villa nuddara  fyrir tæpu ári, vissum við ekki alveg hvernig eftirspurnin eftir nuddi á vinnutíma yrði. En eftir nokkra mánuði af tilraunastarfsemi var niðurstaðan alveg skýr: eftirspurn og þörf á nuddi fyrir starfsmenn skrifstofufyrirtækja á vinnutíma er staðreynd.


Villi nudd

Villi nudd

Villi hefur einstakan bakgrunn í þjálfun, heilsurækt og endurhæfingu og hefur starfað við það í fjölda ára. Að hans eigin sögn er hann í draumastarfinu og þess vegna er hann mjög fær í því sem hann gerir. Þó nuddtímarnir séu  stuttir í mínútum talið, er Villi rétti maðurinn til að skila árangri í djúpvöðvanuddinu. Allir þeir sem glíma við langvarandi verki eða stífleika ættu að leita til Villa og fá bót á sínum meinum. Við gætum í raun og veru sagt að nudd hjá Villa sé góð endurhæfing eftir meiðsli, stífleika og verki. Lesa meira um Villa hérna.

 

 

Nudd og jóga sameinað

Með því að sameina Jakkafatajóga og nudd getum við aðstoðað fólk til betra lífs með bættri líðan. Í jógatímum má læra einfaldar en áhrifaríkar hreyfingar sem hægt er að gera á vinnutíma (eða hvenær sem er). Í nuddinu fæst extra aðstoð við að losa um spennu og bólgur sem hamla stoðkerfinu að vinna eins og það ætti að gera.

villi nudd

 

Vefbókanir

Nú er hægt að bóka Villa nudd með nokkrum smellum á vefsíðu okkar. Þú einfaldlega ferð inn á bókurvefinn og velur tíma fyrir starfsmannahópinn þinn. Bóka tíma í nuddi fyrir hóp

 

Við bjóðum einnig upp á tilboðspakka, þar sem hægt að kaupa saman tíma í Jakkafatajóga og nuddtíma . Tvennskonar tilboðspakkar eru í boði: 1 mánuður / 3 mánuðir.

Nánar um tilboðin hér.

 

Teygðu þig í átt að betri líðan með okkur

 

Eygló fór sjálf að stunda jóga árið 2008 og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum.